Innlent

Snjó­flóð féll í Dýra­firði og búið að rýma hús á Ísa­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram á kvöld, en spáð er norðaustanhríð á svæðinu fram á miðvikudag. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram á kvöld, en spáð er norðaustanhríð á svæðinu fram á miðvikudag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Snjóflóð féll í Dýrafirði og búið er að rýma iðnaðarhúsnæði í Steiniðjugili á Ísafirði vegna hættu á snjóflóðum. Veðurstofan hefur lýst yfir hættustigi á Flateyri, Patreksfirði og Ísafirði vegna snjóflóða.

Sveinn Brynjólfsson, sérfræðingur á sviði ofanflóðahættumats, segir að snjóflóðið í Dýrafirði hafi fallið í norðanverðum firðinum. Þá hafi einnig verið krapi í sjónum í Súgandafirði þó að ekki hafi verið nein merki um flóðbylgju.

Auk iðnaðarhússins á Ísafirði er búið að rýma íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum, auk tveggja húsa við Urðargötu á Patreksfirði. Varðskipið Týr kom til Önundarfjarðar í nótt.

Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum fram á kvöld, en spáð er norðaustanhríð á svæðinu til morguns. Má búast við miklum skafrenningi með lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum. Ekkert ferðaveður er á svæðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×