Falsfréttin um Ráðhús Árborgar Tómas Ellert Tómasson skrifar 17. mars 2020 13:30 Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sökum villandi fréttaflutnings sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg hratt af stað í viðtali við Fréttablaðið þann 27. febrúar sl. af framkvæmdum í Ráðhúsi Árborgar, tel ég mig knúinn til að leiðrétta þær staðreyndarvillur sem komu þar fram, til varnar starfsmönnum sveitarfélagsins. Falsfréttin Oddviti minnihluta sjálfstæðisflokksins í Árborg gerði blaðamanni Fréttablaðsins grikk með því að greina honum ekki rétt frá þeim framkvæmdum sem nú eiga sér stað innanhúss í Ráðhúsi Árborgar og varð tilefni forsíðufréttar blaðsins þann 27. febrúar sl. undir fyrirsögninni „Kostnaður fór langt fram úr áætlunum“. Oddvitinn fór þar frjálslega með staðreyndir og kynti undir sitt sjálfsprottna ófriðarbál með því að ýja að því við blaðamanninn að hér væri um að ræða sömu óráðsíuna og í borgarstjórn Reykjavíkur. Í kjölfarið fór fréttin á ljóshraða um alnetið og úr urðu hinar frumlegustu falsfréttir á velflestum vefmiðlum landsins. Frumlegasta útgáfan af falsfréttinni þann daginn kom þó frá RÚV, „Fimm milljóna viðgerð endar í 100 milljóna framkvæmdum“. Síðar sama dag ákvað svo óreynd fréttakona ríkissjónvarpsins að renna austur fyrir fjall með myndatökumann. Viðtali hennar við Gísla Halldór Halldórsson bæjarstjóra Árborgar var í kjölfarið snúið á hvolf og klippt út öll hans orð til leiðréttingar á kolrangri fyrirsögn á vef RÚV. Af undarlegum ástæðum var viðtalið þannig klippt og snúið að það sem eftir stóð var ný furðufyrirsögn á forsíðu RÚV, „Telur eðlilegt að framkvæmdin hafi farið fram úr áætlun.“ Það væri gaman að sjá viðtalið í heild sinni, því framkvæmdin, sem tengdist í sjálfu sér ekki umræddri viðgerð, hefur alls ekki farið fram úr áætlun. Réttfréttin Breytingarnar í Ráðhúsinu snúa ekki að því að skipta um gólfdúk á bókasafninu, fyrir fimm milljónir, heldur um að færa afgreiðslu Ráðhússins niður á jarðhæð með inngang á framhlið hússins og að bæta starfsaðstöðu starfsmanna á efri hæðum. Dúkurinn var allt önnur ákvörðun um viðhaldsaðgerðir í sama rými. Samþykkt fjárheimild breytinganna er 74 m.kr. og stendur verkið nú í um 60 m.kr., ekki í 100 m.kr.. Það hefur áður komið fram að ákvörðun um upphaf framkvæmdanna, sem var flýtt frá þeim áformum sem áður höfðu verið kynnt í bæjarstjórn, fór ekki sína réttu leið í stjórnkerfinu, það þrætir enginn fyrir það. Með falsfréttum er iðulega reynt að villa um fyrir fólki og afvegaleiða. Í þetta sinn varð til falsfrétt hjá fréttamönnum RÚV sem gleyptu við og stílfærðu sögu sem oddviti sjálfstæðisflokksins í Árborg spann við blaðamann Fréttablaðsins. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg, varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun