Stefnumótaforrit tengir notendur út frá kórónuveirunni Stefán Árni Pálsson skrifar 17. mars 2020 15:31 Davíð Örn og Ásgeir Vísir settu The One á laggirnar. Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android. Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Notendur íslenska stefnumóta forritsins The One geta nú uppfært COVID-19 stöðu sína. Smáforritið notar gögnin til þess að tengja saman notendur með tilliti til veirunnar. Stefnumóta forritið The One gerir þér nú kleift að upplýsa tengingarnar þínar (e. Matches) um hvort þú sért með kórónuveiruna, hafir fengið veiruna eða sért í sóttkví eins og segir í tilkynningu frá forsvarsmönnum The One. „Kórónuveiran hefur nú þegar haft stórkostleg áhrif á daglegt líf hundruð milljóna um allan heim. Okkur ber öllum skylda að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. Stefnumótaforrit, eins og The One, hjálpa fólki að viðhalda félagslegri fjarlægð en við trúum því að við getum stigið skrefinu lengra. Öryggi notenda hefur alltaf verið í hávegum haft og að tengja saman notendur út frá COVID-19 upplýsingum teljum við vera eðlilegt skref í þeirri stefnu okkar,” segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri The One. Í tilkynningunni segir að öryggi hafi alltaf verið hluti af The One og skemmst er frá því að segja að á fyrstu dögunum eftir að smáforritið var gefið út þurftu karlkyns notendur að fá boðslykil frá konu til þess að geta notað forritið. Afnema þurfti þetta boðskerfi eftir tíu daga því að hlutfallið milli kvenna og karla varð, þegar verst lét, 94/6 konum í vil. „Þetta var langt umfram væntingar. Hundruð kvenna skráðu sig inn strax á fyrstu dögunum en karlmönnum þótti óþægilegt að óska eftir boðslykli. Við vildum að kvenkyns notendur okkar vissu að hver einasti karlmaður í appinu hefði verið samþykktur af kynsystur þeirra.” Konur verða frekar fyrir áreiti Í tilkynningunni segir að rannsóknir bendi til þessa að konur verði, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna. „Við höfum alltaf viljað valdefla konur í appinu okkar svo við skiptum út boðskerfinu fyrir síu sem sigtar út karlmenn sem áreita konur,” útskýrir Davíð. Allir notendur geta tilkynnt ósæmilega hegðun en eftir hvert samtal sem konur eiga við karlmenn eru þær beðnar um að merkja sérstaklega hvort aðilinn hafi hagað sér ósæmilega eða ekki. Ósæmilegum mönnum er svo vikið fyrirvaralaust úr kerfinu. „Við vildum gera það eins erfitt og hugsast getur fyrir menn sem beita andlegu ofbeldi að nota The One. Rannsóknir sýna að konur verða, í miklum meirihluta, fyrir áreiti af hendi karlmanna,” bætir Davíð við. Á vefsíðu The One má lesa meira um smáforritið og kórónuveiruna. The One er aðgengilegt fyrir iPhone og Android.
Tengdar fréttir Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21 Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Leggja tugi milljóna í íslenskt stefnumótaapp Sprotafyrirtækið The One, sem gefur út samnefnt stefnumótasmáforrit, hefur lokið 27 milljóna króna fjármögnun. 3. mars 2020 10:21