Gleymdu að setja upp grímurnar þegar þeir plönuðu innbrotið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. mars 2020 15:02 Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, hefur áður þurft að sópa upp glerbrot eftir innbrot í Melabúðina. Vísir/Vilhelm Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira
Brotist var inn í Melabúðina í Vesturbæ Reykjavíkur í nótt. Um var að ræða þjófa sem gripu með sér tóbak áður en þeir tóku á rás niður Hagamelinn. Lögregla segist hafa upplýsingar um hverjir voru þarna á ferðinni. Einhverjir Vesturbæingar rumskuðu við það rétt fyrir klukkan fimm í nótt að rúða var brotin við innganginum að Melabúðinni. Það var stilla og hljóðbært í nótt svo lætin af innbrotinu bárust í næsta nágrenni. Samkvæmt heimildum Vísis voru þjófarnir tveir. Annar sem fór inn og hinn sem stóð vaktina fyrir utan búðina. Tóku þeir á sprett niður Hagamelinn með tóbak í poka. Lögreglubílar voru mættir mjög fljótlega en tókst ekki að finna þá í nótt. „Miklir snillingar“ Pétur Alan Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni, er öllu vanur þegar kemur að innbrotum. Melabúðin hefur verið rekin frá árinu 1956 og þótt Pétur hafi ekki staðið vaktina allan þann tíma man hann eftir fleiri en einu og fleiri en tveimur innbrotum. „Þetta er ekki í fyrsta skipti,“ segir Pétur sem hefur þó aldrei gaman af því að hreinsa upp glerbrotin eftir þjófana. Pétur segir innbrotið hafa náðst á öryggismyndavél en þar séu bæði sá sem braut rúðuna og sá sem stóð vaktina með grímur á höfði. Þeir voru hins vegar fyrir utan búðina að fara yfir málin á ellefta tímanum í gærkvöldi með engar grímur. Ráðabruggið grímulausa náðist sömuleiðis á myndbandsupptöku. „Þeir voru svo miklir snillingar,“ segir Pétur. Rannsókn í góðum farvegi Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir lögregluna hafa upplýsingar um hverjir hafi hugsanlega verið á ferðinni þarna. Málið sé í góðum farvegi. Þjófarnir brutu rúðuna hægra megin við innganginn og klifruðu inn til að ná sér í tóbak.Vísir/Vilhelm Pétur segist vona að innbrotum fari ekki að fjölga í því ástandi sem nú gengur yfir vegna kórónuveirunnar. Viðbúið er að fólk hafi minna á milli handanna enda atvinnuleysi töluvert. Staðan á vinnumarkaði minnir töluvert á ástandið hér á landi á árinu 2008 þegar fjármálakerfið hrundi til grunna að mati hagsjár Landsbankans. Merkir jafnaðargeð hjá afslöppuðum viðskiptavinum Samkomubann hófst á miðnætti aðfaranótt mánudags og segir Pétur að merkja hafi mátt aðeins færri gesti í Melabúðinni í gær en allajafna á mánudögum. En hafa verði í huga að einhverjir hafi verið byrjaðir að hamstra. Pétur segir engan vöruskort í landinu og fólk muni áfram vilja sækja sína ferskvöru í Melabúðina. Hann merki jafnaðargeð hjá viðskiptavinum og fólk sé afslappað. Í Melabúðinni sé farið eftir tilmælum almannavarna varðandi fjölda fólks og bil á milli. Höfða sé til fólks að passa sig. „Þetta er náttúrulega lítil búð og fólk þarf að gæta sjálft að sínu,“ segir Pétur. Ekki standi á þrifum, spritti og öllu þess háttar. Eitthvað sé um að viðskiptavinir spyrjist fyrir um heimsendingar og sé reynt að verða við því eftir því sem hægt er.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Sjá meira