„Þurfum að meta okkar eigin hagsmuni“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 12:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug. Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eiga ennþá eftir að taka formlega afstöðu til þess hvernig brugðist verður við ákvörðun leiðtoga Evrópusambandsins um að setja á tímabundið bann við ónauðsynlegum ferðalögum á Schengen-svæðinu. Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til sambandsríkja næstu þrjátíu dagana en leiðtogar ríkjanna samþykktu þetta á fjarfundi í gær. Evrópusambandið leggur upp með að bannið nái einnig til Íslands sem tilheyrir Schengen. Íslensk stjórnvöld hafa fundað aftur með sendiherra ESB á Íslandi eftir að ákvörðunin leiðtoga ESB lá fyrir. Sjá einnig: Evrópusambandið skellir landamærunum í lás „Við erum bara ennþá að afla upplýsinga, hvaða aðgerðir er verið að Schengen-ríkin að uppfylla. Þetta auðvitað er ákvörðun sem er tekin innan ESB en á að gilda, og er ísamhengi við þátttöku okkar íSchengen-samstarfinu. En það er ekki alveg orðið skýrt hvers lags hún verður og hver ákvörðun okkar verður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra en Schengen-samstarfið heyrir undir hennar ráðuneyti. Hugsanlega komi þetta til með að skýrast síðar í dag en þó liggur ekkert fyrir í þeim efnum. „Við erum auðvitað að reyna að vinna hratt og vel og þau óska eftir að ríki bregðist við eins hratt og mögulegt er en það er svo sem enginn tímafrestur á því,“ segir Áslaug. „Við höfum auðvitað almennt bara í einu og öllu fylgt ráðgjöf sérfræðinga á sviði faraldsfræði og almannavarna í okkar viðbrögðum. Svona áform séu ekki til þess fallin að ná tilætluðum árangri en við auðvitað erum í þessu samstarfi og munum skoða þetta betur í dag.“ Kemur yfir höfuð til greina að segja bara: „nei takk, við ætlum ekki að taka þátt í þessu?“ „Það kemur allt til greina. En við erum auðvitað í ákveðnu samstarfi og þurfum líka að meta okkar eigin hagsmuni. Það er auðvitað ljóst ýmis lönd hafa verið að taka sínar eigin ákvarðanir undanfarið þannig að við þurfum auðvitað að hugsa þetta í stóru samhengi og það kemur allt til greina,“ svarar Áslaug.
Utanríkismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01 Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16 Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30 Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28 Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16 „Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru verkfræðistofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Sjá meira
Mótmæltu fyrirhuguðu ferðabanni Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt hugmyndum innan Evrópusambandsins um ferðabann innan Schengen svæðisins. 17. mars 2020 20:01
Evrópusambandið skellir landamærunum í lás Ríkisborgarar ríkja utan Evrópusambandsins fá ekki að ferðast til Evrópusambandsríkja næstu þrjátíu dagana. Bannið er talið ná til Íslands. 17. mars 2020 20:16
Tilmæli ESB byggi ekki á vísindalegum grunni Guðlaugur Þór Þórðarson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra, segja íslensk stjórnvöld hafa komið á framfæri mótmælum við sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í gær. 17. mars 2020 12:30
Mögulegt ferðabann hefur mikil áhrif á Icelandair Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, segir að skoða þurfi uppsagnir eða lækkuð starfshlutföll komi til þess að íslensk stjórnvöld ákveði að landið taki þátt í fyrirhuguðu ferðabanni til Evrópusambandsins og Schengen-ríkjanna sem ætlað er að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19. 16. mars 2020 20:28
Vill bann við ónauðsynlegum ferðum strax í dag Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vill að fyrirhugað bann við ónauðsynlegum ferðum milli aðildarríkja Evrópusambandsins taki gildi strax í dag. 17. mars 2020 08:16
„Þetta eru mikil og stór tíðindi sem koma mjög brátt að“ Dómsmálaráðherra segir að fyrirliggjandi upplýsingar bendi til þess að mögulegt ferðabann til Evrópusambandsins myndi ekki skila tilætluðum árangri. 16. mars 2020 18:43