Skoðun

Kafna í eigin ælum og slími

Vilhelm Jónsson skrifar

Heilbrigðisyfirvöld voru ítrekað vöruð við í að ekki væri nóg að gert til að forðast Covid-19 og því miður stefnir of margt í að faraldurinn sé að fara úr böndunum eða þaðan af verra. Alveg fram á síðustu daga hafa forsvarsmenn landlæknisembættisins og stjórnvöld hunsað ástandið eða ekki gert sér grein fyrir með afgerandi hætti hversu alvarlegt ástand væri að eiga sér stað, þó svo þjóðir vítt og breytt um heiminn væru að loka landamærum sínum.

Það hefði mátt (má) afstýra miklum þjáningum og dauðsföllum fari allt á versta veg hefði verið komið upp sóttvarnarspítala með vitrænum hætti. Sóttvarnarlæknir er búinn að hjakka á þvermóðsku og dómgreindarleysi varðandi það að afstýra útbreiðslu veirunnar alltof lengi, en það sem er mun alvarlegra er að læknastéttin hefur þagað þunnu hljóði og ekki þorað að segja eitt eða neitt og það er grafalvarlegt. Það er berlega búið að koma í ljós varðandi uppbyggingu á nýju þjóðarsjúkrahúsi sem hefði mátt koma upp með vitrænum hætti að byggingaferli spítalans er í tómu bulli.

Tilvitnun: Blessuð gamla konan á tíræðisaldri sem var gert að dvelja og matast á salerni Landspítalans endurspeglar fyllilega á hvaða vegferð heilbrigðiskerfisins er til að fjármálaráðherra geti komið sér upp digrum þjóðarsjóði. Það er illt til þess að hugsa að forsætisráðherra sé kannski ennþá að bíða eftir að forseti Bandakíkjana hringi í hana til að aflétta lokun landamæra svo hún geti haldið áfram að fljúga á vit afneitunar.

Það mun örugglega ekki standa á hluttekningu og auðmýkt hjá yfirvöldum þegar sjúkir fara að kafna heima hjá sér úr andnauð þar sem engar öndunarvélar og eða önnur aðstoð sé að hafa, komi til þess að þurfa forgangsraða hverjum eigi að hjálpa.

Það eru fordæmalausir tímar og það ber umsvifalaust að setja á útgöngubann til að hefta útbreiðslu COVID-19 og leita allra leiða til að koma upp vitrænni sjúkraaðstöðu.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×