Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 13:19 Bernie Senders segist vera að hugsa sinn gang. AP/Evan Vucci Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent