Sanders tekur stöðuna eftir afhroð gærdagsins Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2020 13:19 Bernie Senders segist vera að hugsa sinn gang. AP/Evan Vucci Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Eftir að Joe Biden náð afgerandi sigrum í forvali Demókrataflokksins í Flórída, Illinois og Arizona í gær, hefur þrýstingur á Bernie Sanders, mótframbjóðanda hans aukist. Fleiri vilja að hann hætti framboði sínu svo flokkurinn geti farið að einbeita sér að því að sigra Donald Trump, forseta, í forsetakosningum í nóvember. Sjálfur segist Sanders ætla að meta stöðuna. Í ræðu til stuðningsmanna sinna í gærkvöldi sagði Sanders ekkert um örlög framboðsins og varði þess í stað tíma sínum um að tala um nýju kórónuveiruna. Fyrir gærkvöldið hafði Biden náð góðu forskoti á Sanders og svo til gott sem tryggt sér tilnefningu flokksins. Eftir sigra gærkvöldsins er erfitt að sjá að Sanders eigi möguleika. Stuðningsmenn hans kalla þó eftir því að hann haldi baráttunni áfram og vísa til þess að heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar sýni að þörf sé á stefnumálum hans varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og tekjudreifingu. Sanders mun ræða við ráðgjafa sína um næstu skref. Þrjár vikur eru í næstu lotu forvalsins og Faiz Shakir, framkvæmdastjóri framboðs Sanders, gaf í skyn í dag að ákvörðunar væri ekki að vænta á næstunni. NEW: Bernie Sanders will have conversations to assess his campaign, according to his campaign manager.Full statement here: pic.twitter.com/687NUSCyn0— Shaquille Brewster (@shaqbrewster) March 18, 2020 Samkvæmt heimildum New York Times eru ráðgjafar og aðstoðarmenn Sanders þeirrar skoðunar að hann hafi engu að tapa með að halda baráttunni áfram. Covid-19 faraldurinn, sem herjar nú á heiminn gæti þó einnig spilað inn í ákvörðun Sanders. Forvalinu var til að mynda frestað í Ohio í gær og þó þrjár vikur séu í næstu lotu þykir ekki ólíklegt að gripið verði til frekari frestana. Þá hefur faraldurinn komið verulega niður á kosningabaráttunni og hefur verið hætt við kosningafundi og eru framboðin jafnvel hætt að hvetja fólk til að taka þátt í forvalinu og segja þess í stað að það sé persónuleg ákvörðun hvers og eins að taka þátt. Það er því erfitt fyrir Sanders að reyna að sækja á Biden þegar hann á erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri utan stuðningshóps hans. Hin umdeilda Tulsi Gabbard er tæknilega séð enn í framboði en hún hefur enn sem komið er fengið lítið sem ekkert fylgi. Óljóst er hvað gerist ef Sanders hættir framboði sínu. Hvort Demókrataflokkurinn bindi þá einfaldlega enda á forvalið eða haldi því áfram á milli Biden og Gabbard.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28 Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30 Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17 Mest lesið Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Fleiri fréttir Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Sjá meira
Biden vann stórsigur í þremur ríkjum Forkosningar fóru fram í Flórída, Illinois og Arizona í gær, en upphaflega stóð til að forkosningar færu einnig fram í Ohio, en ákveðið var að fresta þeim vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 18. mars 2020 06:28
Biden vill konu sem varaforsetaefni Joe Biden og Bernie Sanders mættust í kappræðum fyrir tómum sal í gærkvöldi. 16. mars 2020 07:30
Bernie í bölvuðu basli Möguleikar Bernie Sanders á því að hljóta tilnefningu Demókrataflokksins eru nánast að engu orðnir. Joe Biden bar sigur úr býtum í fjórum af sex ríkjum þar sem forvöl fóru fram í gærkvöldi og náði hann þar miklu forskoti á Sanders. 11. mars 2020 11:17