Þróunin þurfi ekki að koma á óvart Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:31 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm 250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
250 smit kórónuveriunnar sem veldur Covid-19 hafa nú verið staðfest hér á landi og ríflega 2400 eru í sóttkví þegar þetta er skrifað. 43 ný smit kórónuveiru greindust í gær og höfðu þá aldrei greinst fleiri á einum degi frá því að faraldurinn hófst hér á landi. Þeir sem greindust í gær voru þá rúmlega 17% allra þeirra sem greinst hafa með veiruna. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjón hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir þessa þróun ekki þurfa að koma á óvart. Staðan ekki slæm í augnablikinu „Eðli svona faraldurs er náttúrlega sá að hann fer stigvaxandi og það er þessi kúrva sem við erum alltaf að tala um. Þetta smám saman hækkar þangað til það nær toppi og við munum alveg örugglega sjá sveiflur milli daga eins og við sjáum í gær og síðan í fyrradag. En þetta þýðir ekkert endilega að dagurinn í dag eða dagurinn á morgun verði svona toppar,“ segir Víðir. Greint var frá því í gær að unnið væri að því að útvega fleiri pinna sem notaðir eru til að taka sýni. „Við eigum alveg nóg í augnablikinu til þess að gera það sem að er verið að vinna þessa dagana en við erum að reyna að útvega okkur fleiri. En staðan er ekkert slæm í augnablikinu,“ segir Víðir. Skólum og hótelum lokað Nú er þriðji dagurinn í samkomubanni runninn upp og áhrifanna gætir víða í samfélaginu. Grunnskóla Húnaþings vestra hefur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem starfsmaður skólans hefur greinst með kórónuveiruna. Skólahald í Klettaskóla mun einnig falla niður um óákveðinn tíma vegna kórónuveirusmits sem kom upp hjá starfsmanni en áður hafði minnst tveimur öðrum skólum verið lokað vegna smits, Háteigsskóla og Grunnskólanum í Hveragerði „Það þarf lítið til að raska þessu og jafnvel að skólum loki eins og við höfum séð,“ segir Víðir. Nú herðir einnig að starfsemi hótela og gistihúsa en eigandi Center-hótela hefur til að mynda gripið til þess ráðs að loka fimm af sjö hótelum keðjunnar. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag og svipaða sögu virðist vera að segja af öðrum hótelum landsins að því er fram kemur í blaðinu. KEA hótel hafa þegar lokað hóteli sínu í Austurstræti og er til skoðunar að sameina rekstur fleiri KEA hótela í borginni, svo fátt eitt sé nefnt. Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að útvíkka enn frekar svokölluð hááhættusvæði vegna Covid-19 og frá og með morgundeginum þurfa allir Íslendingar og aðrir sem hafa búsetu á Íslandi að fara í tveggja vikna sóttkví, óháð því hvaðan þeir eru að koma. Undanþegnir eru flugáhafnir og áhafnir flutningaskipa.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Almannavarnir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira