Guðmundur í furðulegri stöðu | Skoða auðvitað tilboð ef það berst Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 21:30 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“ Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Starf Amorims öruggt Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira