Guðmundur í furðulegri stöðu | Skoða auðvitað tilboð ef það berst Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2020 21:30 Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“ Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta kveðst opinn fyrir því að halda áfram sem þjálfari Melsungen á næstu leiktíð. Hann gerði stuttan samning við þýska félagið í síðasta mánuði. „Ég er bara með samning fram í byrjun júní og það var ekki komið lengra en það, en þetta er alveg furðuleg staða. Svo verðum við bara að sjá til hvort það verður eitthvað áframhald á því eða ekki. Þetta er í sjálfu sér frábært félag og þetta var búið að fara vel af stað, og við vorum svona að komast í gírinn, en því miður þá var þetta bara svona,“ sagði Guðmundur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að ofan. Guðmundur kom heim til Íslands í vikunni og þarf því að vera í heimasóttkví í 14 daga, í samræmi við aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Keppni í þýsku 1. deildinni, Evrópukeppnum og bikarkeppnum hefur verið frestað vegna veirunnar og óvíst að Melsungen spili meira áður en núgildandi samningur Guðmundar við félagið rennur út, eins furðulegt og það nú er. En hefur landsliðsþjálfarinn áhuga á að þjálfa áfram í Þýskalandi? „Ég er ekkert búinn að gera það upp við mig. Maður er eiginlega að taka eitt skref í einu. Ég er ekki með neitt á borðinu varðandi framhaldið og það er ekki komið í að ræða það, en ég myndi auðvitað skoða það ef að tilboð myndi berast.“ Næsta verkefni íslenska landsliðsins ætti að vera að leika við Sviss í júní í umspili um sæti á HM. Telur Guðmundur að leikirnir verði spilaðir í júní? „Það er mögulegt en mér finnst það ekki líklegt. Ástæðan er sú að það mun fullt af leikmönnum þurfa að fara í einangrun og einhverjir munu sýkjast. Núna megum við ekki æfa saman og hvað þetta ástand varir lengi er ómögulegt að segja til um. Það gæti verið að menn næðu þessu í júní ef allt gengur upp, en það gæti alveg eins orðið ekki.“
Þýski handboltinn Sportið í dag Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni