„Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. apríl 2020 18:36 Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Gjaldeyristekjur þjóðarinnar gætu lækkað um allt að fjórðung á þessu ári vegna samdráttar í ferðaþjónustu samkvæmt skýrslu KPMG um áhrif COVID-19 á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja sem ráðgjafarsvið KPMG hefur unnið með Ferðamálastofu og Stjórnstöð ferðamála . Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar hefur kallað eftir sértækum aðgerðum stjórnvalda vegna stöðu greinarinnar. Ásberg Jónsson framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor telur að flestar ferðaskrifstofur fari í þrot verði ekki lögum um endurgreiðslu breytt. Hann segir sértækar aðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar. „Ríkið þarf að gera eitthvað mikið og það þarf að vera stórt. Við erum að tala um framtíð íslensks hagkerfis. Það þyrfti að gera fyrirtækjum kleift að leggjast í dvala meðan aðgerðir vara. Það þyrfti að vera mögulegt að setja starfsfólk á fullar atvinnuleysisbætur. Það þyrfti að frysta lán til lengri tíma. Í einhverjum tilfellum þyrfti að styrkja fyrirtækin beint með greiðslum. Þá þyrfti að fara að fordæmi margra Evrópuþjóða um að ferþajónustufyrirtækjum verði gert leyfilegt að endurgreiða viðskiptavinum sínum með inneign,“ segir Ásberg. Ásberg segir að langflest fyrirtæki í greininni noti hlutabótaleiðina en eigi erfitt með að segja upp fólki. Það er engin á ferli við Hallgrímskirkjuna sem um árabil hefur verið einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins.Vísir/Egill „Fyrirtækin í greininni hafa ekki efni á að segja upp fólki því þá þarf að greiða uppsagnafrest og ef þau gera það þá eru þau orðin gjaldþrota“ segir hann. Hann segir að Evrópulöggjöf um að ferðaskrifstofur endurgreiði viðskiptavinum bókaðar ferðir afar íþyngjandi þar sem oft sé fyrirtækið sjálft búið að greiða fyrir þjónustu sem það fær ekki endurgreitt á móti. Mörg lönd hafi hins vegar breytt þessu. „Þess vegna hafa margar Evrópuþjóðir viðurkennt þetta vandamál að ljóst sé að ferðaskrifstofur geti ekki endurgreitt og hafa heimilað þeim að endurgreiða í formi inneignar.Það er alveg ljóst að ef fyrirtækin þurfa að endurgreiða samkvæmt reglugerðinni þá fara þau flest á hausinn,“ segir Ásberg.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02 Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35 Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Segir að meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja gæti farið í þrot grípi stjórnvöld ekki til aðgerða Stjórnvöld þurfa að grípa til sértækra aðgerða fyrir ferðaþjónustuna á næstu vikum eigi meirihluti fyrirtækja í greininni ekki að fara í þrot, segir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. 18. apríl 2020 13:02
Telja lægð í rekstri í ferðaþjónustu verða djúpa og langvarandi Í nýrri skýrslu KPMG, Ferðamálastofu og Stjórnstöðvar ferðamála kemur fram að miklar líkur séu á að rekstarlægðin sem faraldur kórónuveirunnar hefur valdið í ferðaþjónustu Íslands verði djúp og langvarandi. 17. apríl 2020 18:35