Hótaði að éta andlit fyrrverandi kærustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2020 13:30 Frá útisvæði í fangelsinu á Hólmsheiði þar sem karlmaðurinn var í gæsluvarðhaldi. Vísir/Vilhelm Karlmaður með brotaferil á bakinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir hótanir gegn fyrrverandi kærustu sinni og líkamsárás á mann sem hann segist hafa talið að kærastan væri að halda fram hjá honum með. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot en hann var stöðvaður við akstur undir áhrifum. Var refsingin metin átján mánuðir af því að maðurinn rauf skilorð á fyrri dómi upp á eins árs fangelsi. Maðurinn játaði umferðarlagabrot sitt annars vegar og hins vegar brot gegn nálgunarbanni. Hann neitaði sök í öðrum ákæruliðum. Athygli vekur að karlmaðurinn var dæmdur fyrir hótanir í garð kærustunnar að henni fjarstaddri. Af dómnum má ráða að karlmaðurinn og konan sem hann hótaði hafi hætt saman í mars eða apríl 2019. Líkamsárásin sem hann var dæmdur fyrir átti sér stað á bílastæðinu við Bónus í Lóuhólum þann 6. mars 2019. Sló hann karlmann tvisvar í andlitið með krepptum hnefa, annars vegar í munn og hins vegar höku. Maðurinn var ósáttur við að konan væri að halda fram hjá honum með umræddum manni. Hótanir í smáskilaboðum Þá var maðurinn ákærður fyrir hótanir í garð konunnar í febrúar 2019 með SMS-skilaboðum. Þá voru þau enn par. A er maðurinn sem hann taldi konuna, B, vera að halda fram hjá sér með. 1. „eg hóta ekki hlutum eg geri tá vertu ekki að hringja út um allan bæ og bulla tetta shit” 2. „eg vara tig vid, tu ert ekki tad sem eg og minir vilja hitta” 3. „nei ég mun meida tig B vertu ekki að nálgast mig eg er ekki að fokking grínast tu gerdir mig ad algjoru fiffli” 4. „haltu tig bara vid A og co tu ert ekkiá vinsældarlistanum hjá minum og tad heimskulegasta sem þú getur gert er að birtast hja okkur” 5. „eg læt ekki bjoda mer tetta gerdu sjalfri ter greida vertu bara med astinni tinni honum A tid viljid ekki mæta mer nuna eg a eftir ad skada ræfla eins og ykkur til frambudar“ Var hann sakfelldur fyrir hótanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í september 2019. Landsréttur taldi hins vegar ósannað að orðin hefðu vakið ótta hjá konunni en fyrir lá að hún var á leiðinni til hans þrátt fyrir þessi skilaboð í snjallsíma. Hótaði að éta andlit konunnar Karlmaðurinn var hins vegar sakfelldur bæði í héraði og Landsrétti fyrir aðrar hótanir í lok mars 2019 og apríl sama ár. Þann 31. mars hótaði hann konunni lífláti með SMS-skilaboðum sem í stóð: 1. „þú ert dauð núna" 2. „það er engin lögga að fara að vernda það að ég drepi þig núna" Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir hótanir í fangelsinu á Hómsheiði fyrir að hafa hótað að éta andlit konunnar og drepa hana. Konan sjálf heyrði ekki ummælin en þau voru sögð í viðurvist lögreglumanna. „Feisið mig tussur“ Maðurinn játaði að hafa brotið nálgunarbann með því að hafa sent konunni skilaboð í lok maí 2019. Var honum á þeim tíma bannað að nálgast konuna á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Skilaboðin voru eftirfarandi: 1. „mannleisur“ 2. „sama sem aumingjar af tvi ad tu skilur ekki mællt mal hahaha“ 3. „aular ræflar vesalingar skitur hringid aftur i lögguna fokking ræflar tad er tad eina sem tid getit !!!!“ 4. „tid munid tad kanski næst ad starta ekki tvi sem tid ráðid ekki vid fokking pikur eg er buin ad vera i klefa i 3 manudi ut af horu skapnum tinum nu tarf eg ad borga ykkur tad“ og sömuleiðis: 1. „Tid erud svo mikid krutt voru tid ad klaga i lögguna aftur hahaha“ 2. „mig langar i slagsmal vid ykkur aulana endilega tori tid tvi og mælum okkur mot“ 3. „leifid mer ad svara fyrir tennan vidbjod sem tid gerdud mer“ 4. „hafid tid virkilega ekki þor i ad hitta mig og taka ábyrgð á ykkar gjörðum gagnvart mer ætlid tid bara ad fela ykkur bakvid lögguna tad sem eftir er reinid ad manna ykkur upp og feisid mig tussur“ 5. „tad kemur sá dagur sem tid mætid mer hafid eingar áhyggjur af tvi ad tid sleppid frá mer tad mun aldrei gerast hahaha“ 6. „ógedid og vidbjodurinn sem tu hefur gert mer ta finnst mer best ad eg endadi sem vondi gæjinn“ 7. „mer er skit sama eg hlakka bara til ad berja ykkur“ Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 726 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann réðst á fyrir utan Bónus 100 þúsund krónur í bætur. Hann þarf auk þess að greiða laun verjanda síns, upp á tæpa eina og hálfa milljón króna, og hvoru fyrir sig 150 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ekki kom fram í fyrri útgáfu að maðurinn hefði rofið skilorð. Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Karlmaður með brotaferil á bakinu hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir hótanir gegn fyrrverandi kærustu sinni og líkamsárás á mann sem hann segist hafa talið að kærastan væri að halda fram hjá honum með. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir umferðarlagabrot en hann var stöðvaður við akstur undir áhrifum. Var refsingin metin átján mánuðir af því að maðurinn rauf skilorð á fyrri dómi upp á eins árs fangelsi. Maðurinn játaði umferðarlagabrot sitt annars vegar og hins vegar brot gegn nálgunarbanni. Hann neitaði sök í öðrum ákæruliðum. Athygli vekur að karlmaðurinn var dæmdur fyrir hótanir í garð kærustunnar að henni fjarstaddri. Af dómnum má ráða að karlmaðurinn og konan sem hann hótaði hafi hætt saman í mars eða apríl 2019. Líkamsárásin sem hann var dæmdur fyrir átti sér stað á bílastæðinu við Bónus í Lóuhólum þann 6. mars 2019. Sló hann karlmann tvisvar í andlitið með krepptum hnefa, annars vegar í munn og hins vegar höku. Maðurinn var ósáttur við að konan væri að halda fram hjá honum með umræddum manni. Hótanir í smáskilaboðum Þá var maðurinn ákærður fyrir hótanir í garð konunnar í febrúar 2019 með SMS-skilaboðum. Þá voru þau enn par. A er maðurinn sem hann taldi konuna, B, vera að halda fram hjá sér með. 1. „eg hóta ekki hlutum eg geri tá vertu ekki að hringja út um allan bæ og bulla tetta shit” 2. „eg vara tig vid, tu ert ekki tad sem eg og minir vilja hitta” 3. „nei ég mun meida tig B vertu ekki að nálgast mig eg er ekki að fokking grínast tu gerdir mig ad algjoru fiffli” 4. „haltu tig bara vid A og co tu ert ekkiá vinsældarlistanum hjá minum og tad heimskulegasta sem þú getur gert er að birtast hja okkur” 5. „eg læt ekki bjoda mer tetta gerdu sjalfri ter greida vertu bara med astinni tinni honum A tid viljid ekki mæta mer nuna eg a eftir ad skada ræfla eins og ykkur til frambudar“ Var hann sakfelldur fyrir hótanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í september 2019. Landsréttur taldi hins vegar ósannað að orðin hefðu vakið ótta hjá konunni en fyrir lá að hún var á leiðinni til hans þrátt fyrir þessi skilaboð í snjallsíma. Hótaði að éta andlit konunnar Karlmaðurinn var hins vegar sakfelldur bæði í héraði og Landsrétti fyrir aðrar hótanir í lok mars 2019 og apríl sama ár. Þann 31. mars hótaði hann konunni lífláti með SMS-skilaboðum sem í stóð: 1. „þú ert dauð núna" 2. „það er engin lögga að fara að vernda það að ég drepi þig núna" Þá var hann sömuleiðis dæmdur fyrir hótanir í fangelsinu á Hómsheiði fyrir að hafa hótað að éta andlit konunnar og drepa hana. Konan sjálf heyrði ekki ummælin en þau voru sögð í viðurvist lögreglumanna. „Feisið mig tussur“ Maðurinn játaði að hafa brotið nálgunarbann með því að hafa sent konunni skilaboð í lok maí 2019. Var honum á þeim tíma bannað að nálgast konuna á almannafæri eða setja sig í samband við hana með öðrum hætti. Skilaboðin voru eftirfarandi: 1. „mannleisur“ 2. „sama sem aumingjar af tvi ad tu skilur ekki mællt mal hahaha“ 3. „aular ræflar vesalingar skitur hringid aftur i lögguna fokking ræflar tad er tad eina sem tid getit !!!!“ 4. „tid munid tad kanski næst ad starta ekki tvi sem tid ráðid ekki vid fokking pikur eg er buin ad vera i klefa i 3 manudi ut af horu skapnum tinum nu tarf eg ad borga ykkur tad“ og sömuleiðis: 1. „Tid erud svo mikid krutt voru tid ad klaga i lögguna aftur hahaha“ 2. „mig langar i slagsmal vid ykkur aulana endilega tori tid tvi og mælum okkur mot“ 3. „leifid mer ad svara fyrir tennan vidbjod sem tid gerdud mer“ 4. „hafid tid virkilega ekki þor i ad hitta mig og taka ábyrgð á ykkar gjörðum gagnvart mer ætlid tid bara ad fela ykkur bakvid lögguna tad sem eftir er reinid ad manna ykkur upp og feisid mig tussur“ 5. „tad kemur sá dagur sem tid mætid mer hafid eingar áhyggjur af tvi ad tid sleppid frá mer tad mun aldrei gerast hahaha“ 6. „ógedid og vidbjodurinn sem tu hefur gert mer ta finnst mer best ad eg endadi sem vondi gæjinn“ 7. „mer er skit sama eg hlakka bara til ad berja ykkur“ Karlmaðurinn var dæmdur til að greiða konunni 726 þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Þá var hann dæmdur til að greiða karlmanninum sem hann réðst á fyrir utan Bónus 100 þúsund krónur í bætur. Hann þarf auk þess að greiða laun verjanda síns, upp á tæpa eina og hálfa milljón króna, og hvoru fyrir sig 150 þúsund krónur í málskostnað fyrir Landsrétti. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem ekki kom fram í fyrri útgáfu að maðurinn hefði rofið skilorð.
Dómsmál Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira