Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. mars 2020 14:20 Framleiðendur líkkista á Ítalíui hafa átt erfitt með að útvega nægjanlega margar kistur á undanförnum dögum. Vísir/EPA Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. Heilt yfir nálgast fjöldi látinna á heimsvísu tíu þúsund. Þar af dóu minnst 3.249 í Kína og hafa Ítalir staðfest 2.978 dauðsföll vegna Covid-19. Samkvæmt talningu John Hopkins háskólans í Bandaríkjunum hafa greinst 222.542 smit á heimsvísu og þar af hafa 84.506 náð sér. Minnst 9.115 hafa dáið. Frá 15. mars hafa um 350 manns dáið á hverjum degi á Ítalíu, að meðaltali. Því er líklegt að Ítalía, þar sem um 60 milljónir búa, taki fram úr Kína, þar sem um 1,4 milljarðar manna búa, seinna í dag. Sjá einnig: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Sameinuðu þjóðirnar og yfirvöld Ítalíu segja stóra ástæðu þessa vera hve hár meðalaldur þjóðarinnar er. Ítalía er þar í öðru sæti á heimsvísu, á eftir Japan, og um 87 prósent þeirra sem hafa dáið á Ítalíu voru eldri en sjötugt. Sjá einnig: Heilbrigðiskerfi Ítalíu að kikna undan álagi Ástandið er sérstaklega slæmt í bænum Bergamo. Þar hefur herinn þurft að grípa inn í flytja lík frá bænum til brennslu. Um sextíu lík voru flutt í gærkvöldi. Líkbrennslan í Bergamo getur sinnt um 25 líkum á dag, sé hún starfrækt allan sólarhringinn, samkvæmt frétt Corriere Della Sera. #Italy: Military trucks Were spotted in Bergamo, LomardyAllegedly the Italian Army was transporting coffins of the dead to other towns through these Trucks The death toll in Italy has reached 2,978 and is predicted to go far more Worst then China #Coronavirus #COVID19 pic.twitter.com/V9yRAdbZ0a— Wars on the Brink (current focus coronavirus) (@WarsontheBrink) March 19, 2020 Á Ítalíu hefur ættingjum og vinum þeirra sem dáið hafa verið meinað að fylgja hinum látnu til grafar og hefur fjöldi hina látnu leitt til þess að framleiðendur líkkista hafa átt erfitt með að útvega þær sem þarf. Þá hafa sjúkrahús tekið upp nýjar starfsreglur varðandi meðferð líka og á nú að setja látið fólk í kistur án þess að klæða þau, vegna smithættu. Í frétt Guardian er sögð saga 88 ára manns sem dó í gær. Sá hafði verið með hita í nokkra daga og hafði ekki reynst hægt að hringja á sjúkrabíl, því það hafði alltaf verið á tali hjá Neyðarlínunni. Klukkutíma eftir að hann dó kom sjúkrabíll en engar líkkistur voru til og skildu sjúkraflutningamenn manninn því eftir í herbergi hans þar til hægt var að finna kistu. Ættingjum hans var ekki hleypt inn til líksins til að undirbúa hann fyrir jarðarför.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira