Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 18:15 Ítalskur lögreglumaður gætir inngangs að hersjúkrahúsi nærri Mílanó. Vísir/EPA Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru. Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu, þar af 427 síðasta sólarhringinn. Dauðsföllum fækkaði engu að síður lítillega á milli daga. Um 3.245 manns hafa látið lífið í Kína frá því að veiran greindist fyrst þar í desember. Faraldurinn lét fyrst á sér kræla á norðanverðri Ítalíu 21. febrúar. Síðan þá hafa rúmlega 41.000 manns greinst með veiruna á Ítalíu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Tæplega 2.500 manns eru í gjörgæslu. Ítalskt þjóðlíf liggur í lamasessi vegna faraldursins. Nærri öllum landsmönnum er sagt að halda sig heima við og verður útgöngubannið áfram í gildi eftir að því átti upphaflega að ljúka í næstu viku, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Svo alvarlegt er ástandið í borginni Bergamo í Langbarðalandi sem hefur orðið einna verst út í faraldinum að herinn hefur verið kallaður út til að flytja lík þeirra sem hafa látist til brennslu. Í Kína greindust engin ný innanlandssmit í gær og var það í fyrsta skipti sem það gerist frá því að faraldurinn braust út. Hins vegar greindust 34 sem höfðu nýlega snúið heim til Kína eftir dvöl erlendis. BBC setur þann fyrirvara við að ýmsar spurningar hafi verið uppi um hversu áreiðanlegar tölur frá kínverskum stjórnvöldum eru.
Ítalía Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20 Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30 Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Fleiri fréttir Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi Sjá meira
Herinn þarf að hjálpa vegna fjölda líka á Ítalíu Ítalía mun líklegast taka fram úr Kína í dag varðandi fjölda látinna, þrátt fyrir að Kínverjar séu margfalt fleiri en Ítalir. 19. mars 2020 14:20
Engin ný innanlandssmit í Kína síðasta sólarhringinn Fréttirnar marka þónokkur tímamót, en þetta er í fyrsta sinn frá því að greint var frá útbreiðslu veirunnar í desember sem ekki eru skráð nein ný innanlandsmit. 19. mars 2020 06:30
Íbúar á Ítalíu lýsa ástandinu sem skelfilegu: Fjöldajarðarfarir og hinstu skilaboð gegnum snjalltæki Ítölsk kona segir að vinir sínir sem starfa á spítölum hafi þurft að taka upp hinstu skilaboð frá deyjandi fólki í einangrun til ættingja sem var bannað að koma vegna Covid-19 sjúkdómsins. Íslensk kona búsett í Bergamo segir lækna hafa þurft að velja hverjir fái að lifa. 18. mars 2020 18:30
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent