Lungnasjúklingar í margra mánaða félagslegri einangrun Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. mars 2020 11:52 Aldís hefur áhyggjur af félagsmönnum, af félagslegri einangrun þeirra og heilsu. Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Yfir tvö þúsund astmasjúklingar eru á Íslandi og lungnasjúklingar, til dæmis með langvinna lungnateppu og aðra alvarlega lungnasjúkdóma, eru yfir þúsund talsins. Í Samtökum lungnasjúklinga er á sjötta hundrað manns. Aldís Jónsdóttir er formaður samtakanna og segir félagsmenn hafa verið í sjálfskipaðri sóttkví frá því að fyrsti Íslendingurinn greindist með kórónuveiruna fyrir þremur vikum. Fólk hafi þurft að loka sig af, líka frá fjölskyldu, eða halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. „Það er misjafnt hvað fólk er með gott stuðningsnet. Sumir hafa aðstöðu fyrir aðstandanda heima hjá sér sem aðstoðar það og aðrir fá heimsent. Sumir sem hafa heilsu komast einir út að ganga en fara ekki þar sem annað fólk er.“. Aldís segir þetta vissulega einangrun en hvetur fólk til að hafa samskipti í gegnum netmiðla eða síma. Hún segir að fólk sé vissulega kvíðið. „Já, hver er það ekki? Maður veit ekki hver er smitaður og hver er ekki.“ Ljóst er að félagsleg einangrun lungnasjúklinga getur staðið yfir í marga mánuði eða þar til veiran gengur yfir en Aldís bendir á að margir lungnasjúklingar hafi í raun verið í einangrun frá því í nóvember. „Færðin hefur verið að setja skoðrur, lungnasjúklingar fara ekki út í vindbyl og kafsnjó eins og hefur verið fyrir norðan, austan og vestan. Þetta er eiginlega búið að vera einangrun síðan í nóvember, meira eða minna,“ segir Aldís sem minnir á mikilvægi hreyfingar, heima í stofu eða í göngutúr fjarri öðrum og þá með buff eða grímu fyrir vitunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira