Áskoranir leiða af sér lausnir Sigríður Ingvarsdóttir skrifar 20. mars 2020 13:00 Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Skoðun Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Heimurinn stendur frammi fyrir nýjum áskorunum. Óþekktur vágestur hefur smeygt sér inn í samfélög með ófyrirséðum afleiðingum. Vágestur sem þegar hefur valdið fordæmalausu ástandi. Hann mun taka enn stærri toll á næstu vikum og mánuðum og skilja eftir sár. En hann getur einnig laðað fram nýja hugsun, nýjar lausnir og breytt verðmætamati og samvinnu á heimsvísu. Við sem vinnum að nýsköpun í daglegu lífi þekkjum vel að nýjar og betri lausnir verða til þegar við stöndum frammi fyrir vandamálum og áskorunum. Alþekkt er að í kreppum og hvers konar erfiðleikum blómstrar nýsköpun. Áskoranirnar núna eru meðal annars að forðast snertingu og náið samneyti við annað fólk en láta um leið hjól atvinnulífsins snúast. Að auki þarf að standa fyrir góðri upplýsingamiðlun um framgang mála. Á þessum óvanalegu tímum er þörf lausnamiðaðrar hugsunar í stóru sem smáu. Allt frá því að endurskipuleggja og auka samstarf og samheldni innan fjölskyldna, til að láta daglegt líf ganga sem best, upp í að endurskipuleggja og auka samstarf og samvinnu stjórnvalda á heimsvísu. Aðeins þannig næst árangur gegn sameiginlegri ógn. Skólayfirvöld hafa þurft að breyta starfsháttum í háskólum, framhaldsskólum og efri bekkjum grunnskóla vegna lokana og takmarkana á skólahaldi. Sem betur fer höfum við talsverða reynslu af ýmiss konar fjarkennslu en þarna er verið að bæta í svo um munar. Bæði nemendur og kennarar verða reynslunni ríkari. Í náinni framtíð verður lögð æ meiri áhersla á að fólk geti stundað alls konar nám á þennan máta. Verslun og þjónusta færist í auknum mæli yfir á netið því að fólk mætir ekki lengur á svæðið. Verslanir, veitingastaðir og ýmis fyrirtæki og stofnanir hafa þurft að bregðast hratt við en með þessu er hægt að hagræða til muna og stytta opnunartíma. Eins kallar breytingin á að eldri aldurshópar bæti tækniþekkingu sína og tileinki sér nýjungar. Þannig verða þeir betri og virkari við að nota samskiptamiðla. Þegar eru fjarfundir nýttir innan bæja og borga, innan landa og á milli heimsálfa í margfalt meiri mæli en áður tíðkaðist. Þessi breyting er komin til að vera. Þegar þekking, reynsla og búnaður eru til staðar verður ekki aftur snúið. Í framtíðinni eigum við samskipti og miðlum málum á þennan hátt og drögum þar með úr ferðum jafnt innan lands sem utan með minnkandi kolefnisspori. Þar sem snerting og náin samskipti eru óæskileg um þessar mundir eru að koma fram áhugaverðar lausnir og hugmyndir um skynjaratækni og snertilausan búnað. Ástandið sem nú ríkir mun ýta undir þessa tækni og flýta þróun hennar svo um munar. Aðstæður kalla á að fólk vinni heima. Þannig skapast dýrmæt reynsla varðandi fjarvinnu ýmiss konar. Þetta mun auðvelda okkur að fjölga störfum án staðsetningar. Bæði fyrirtæki og opinberar stofnanir geta ráðið til sín fólk í störf sem ekki skiptir máli hvaðan er sinnt. Það leiðir af sér að atvinnusvæðin stækka og atvinnuframboð fyrir allar byggðir landsins eykst til muna. Samvinna, upplýsingagjöf og nýskapandi hugsun hefur aldrei verið brýnni. Hér á landi hefur afar vel verið haldið á málum. Upplýsingagjöf um stöðu mála og aðgerðir er til fyrirmyndar. Sérfræðingar eiga í náinni samvinnu við stjórnvöld og yfirvöld hvers málaflokks til að koma málum í sem bestan farveg. Áskoranir leiða af sér lausnir. Þetta alheimsástand hefur kennt okkur að það er hægt að vinna saman að mikilvægum málum milli landa og heimsálfa. Vonandi mun sú samvinna halda áfram og eflast þegar við tökumst á við áskoranir framtíðarinnar. Höfundur er forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun