Gerbreyttar aðstæður í framhaldsskólum Guðjón H. Hauksson skrifar 20. mars 2020 15:15 Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Fjölmiðlar Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Alla þessa viku hafa kennarar lagt nótt við dag við að útfæra kennslu sína með það fyrir augum að nám nemenda raskist eins lítið og hægt er vegna þess viðbúnaðar sem COVID-19 kallar á. Ekkert okkar hefur upplifað svona ástand áður. Ég hef fylgst með stétt framhaldsskólakennara mæta þessum áskorunum af gríðarlegum dugnaði og sveigjanleika. Aðstæður þeirra eru afar ólíkar og margir hafa þurft að gerbreyta kennslu og fyrirkomulagi samskipta, endurgera námsefni og verkefni og taka upp nýjar aðferðir við námsmat. Vinnan hefur í mörgum tilfellum staðið langt fram á kvöld og hafist snemma að morgni. Það hefur verið mjög uppörvandi að fylgjast með kennurum á hinum ýmsu stöðum internetsins þar sem fagmennskan, vinnugleðin og atorkan hefur ríkt, allir eru að læra af öllum með það að markmiði að halda eins vel utan um nemendur og aðstæður leyfa. Fjölmargir foreldrar hafa séð ástæðu til að þakka kennurum sérstaklega fyrir að halda vel utan um nemendurna á þessum viðsjárverðu tímum. Það er ekki laust við að maður fyllist auðmýkt og stolti yfir því sem kennarar afreka þessa dagana. Eins og aðrir fylltist ég miklum vonbrigðum þegar ég horfði á Kastljósið í gær þar sem ítrekað var látið að því liggja af hálfu þáttarstjórnandans að engin kennsla færi fram í framhaldsskólum og jafnvel ýjað að því að ekki ætti að borga verklausu fólki laun. Að vísu skal það talið Ríkissjónvarpinu til tekna að hafa beðist afsökunar á þeim ummælum sem þar féllu. Þau bera vott um vanþekkingu á því mikla starfi sem kennarar, stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar vinna nú um stundir. Félag framhaldsskólakennara vill koma því skýrt á framfæri að allt starfsfólk í skólum landsins leggur nú ofurkapp á að halda uppi menntun í landinu eins og framast er unnt. Allt tal um að fólk sé verklaust og vinni ekki fyrir launum sínum er forkastanlegt hvernig sem á það er litið. Nú þarf samfélagið að passa upp sitt skólafólk, bæði það sem kennir og það sem lærir, því fram undan er áframhaldandi álag og þetta var aðeins fyrsta vikan af mörgum. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar