Fólk ýjaði að því að ég gerði ekki það sem væri barninu mínu fyrir bestu Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2020 22:00 Harpa Þorsteinsdóttir var illviðráðanleg og skoraði urmul marka fyrir Stjörnuna á sínum ferli. VÍSIR/BÁRA Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir frábæran feril. Hún segir það hafa verið sér mjög erfitt þegar hún var gagnrýnd fyrir að spila fótbolta ólétt. Harpa vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, til að mynda árið 2016 þegar hún varð markadrottning og Íslandsmeistari með Stjörnunni. Síðustu vikur mótsins það ár lék hún ólétt og fékk fyrir það gagnrýni, jafnvel þó að slíkt sé algengt og fullkomlega óhætt fyrir fóstrið. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, sagði til að mynda á þessum tíma að með því að spila setti Harpa andstæðinga sína í óeðlilega stöðu. „Það var svona með mest krefjandi tímabilum á mínum ferli, bæði að þurfa að svara fyrir eitthvað sem kom mér á óvart að þurfa að svara fyrir, og ég fékk einmitt alls konar skilaboð og skrýtin ummæli,“ sagði Harpa í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Innslagið má sjá hér að neðan. „Maður er að ganga með barn og það er verið að ýja að því að maður sé ekki að gera það sem er því fyrir bestu. Mér finnst það eiginlega það versta í þessu. Þá þarf maður pínu að setja á sig einhverja aðra grímu og einhvern veginn tækla það með einhverjum brögðum sem ég hafði ekki þurft að nota fyrr. Auðvitað sárnaði manni þetta. Þetta var búið að vera frábært sumar fyrir mig, og mér fannst ég búinn að ganga í gegnum mikið. Ég fór í gegnum tæknifrjóvgun og var búin að leggja mikið á mig til að eignast þetta barn, og fólk var að ýja að því að ég væri ekki að gera það sem væri því fyrir bestu. Mig langaði að kalla að fólk hefði ekki hugmynd um hvað ég væri búin að ganga í gegnum,“ sagði Harpa. Hvað er hún að spá að eignast barn fyrir EM? „Sömuleiðis, þegar þetta kom upp þá var búið að ganga mjög vel í undankeppninni með landsliðinu og þá var fólk að segja: „Hvað er hún að spá að eignast þetta barn núna? Við eigum EM eftir.“ Og við búin að reyna að eignast barn í fjögur ár eða eitthvað. Þetta var alveg krefjandi og ég hugsaði einmitt til fræga fólksins í Hollywood þar sem allir hafa alltaf skoðanir á því sem þú gerir,“ sagði Harpa. Hún á nú von á öðru barni og hefur eins og fyrr segir ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hún lét þau misgáfulegu ummæli sem hún mátti sitja undir á sínum tíma ekki á sig fá: „Einhvern veginn kemur yfir mann eitthvað æðruleysi. Það var frekar fólkið í kringum mann sem tók þessu eitthvað illa. Auðvitað ætlar fólk ekki að vera með einhver illindi, og ég fann það eftir á að það voru margir sem hlupu á sig. Þegar hann var svo fæddur fékk ég allt í einu rosa mikinn stuðning, frá mörgu af sama fólkinu sem þá var tilbúið að styðja við bakið á mér.“ Klippa: Harpa talar um gagnrýni fyrir að spila ólétt
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55 Mest lesið Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Sjá meira
Harpa ólétt og búin að leggja skóna á hilluna Markamaskínan Harpa Þorsteinsdóttir er barnshafandi og hefur lagt skóna á hilluna. 20. mars 2020 10:55