Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 23:28 Gondólar liggja nú bundnir við bryggju vegna útgöngubanns á Ítalíu. Vatnið í síkjum Feneyja er tærara vegna minni bátaumferðar en það er ekki endilega hreinna eins og vinsælar samfélagsmiðlafærslur hafa gefið til kynna. AP/Anteo Marinoni/LaPresse Töluvert ber nú af misvísandi sögum og fréttum á samfélagsmiðlum af því að dýralíf blómstri í borgum sem hafa verið settar í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Sumar þeirra eru sagðar bókstaflega falsaðar en aðrar misvísandi. Svanir og höfrungar eiga að hafa láti aftur á sér kræla í Feneyjum vegna minni mengunar frá athöfnum manna í faraldrinum og fílahjörð gerði sér glaðan dag í kínversku þorpi á meðan mannfólkið hélt sig fjarri hvert öðru samkvæmt fréttum sem var dreift víða á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok. Færslurnar hafa jafnvel orðið að fréttum í virðulegum fjölmiðlum, þar á meðal í breska blaðinu The Guardian. Að sögn náttúruvísindatímaritsins National Geographic áttu þessar vinsælu samfélagsmiðlafréttir sér þó ekki stoð í raunveruleikanum. Þannig eru svanir tíðir gestir í síkjum Burano á Fenyjasvæðinu þvert á það sem ætla mátti af vinsælli samfélagsmiðlafærslu. Myndir sem voru teknar af höfrungum sem áttu að vera komnir aftur til Feneyja voru í raun teknar við ítölsku eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafi, hundruð kílómetra frá Feneyjum. Eins var með myndir af fílahjörð sem var sögð hafa ruðst inn í þorp í Yunnan-héraði í Kína og fílarnir orðið svo hífaðir af kornvíni að þeir hafi sofnað í garði. Fílar fóru vissulega í gegnum þorpið nýlega en það er ekki óvanalegt. Myndirnar sem fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla voru heldur ekki af þeim. Fílarnir urðu heldur ekki ölvaðir. While humans carry out social distancing, a group of 14 elephants broke into a village in Yunan province, looking for corn and other food. They ended up drinking 30kg of corn wine and got so drunk that they fell asleep in a nearby tea garden. pic.twitter.com/ykTCCLLCJu— Corono she better don t (@Spilling_The_T) March 18, 2020 Of margir líkað við tístið til að eyða því National Geographic ræddi við indverska konu sem tísti myndum af svönum í Feneyjum sem um milljón Twitter-notendur líkuðu við. Hún segir tímaritinu að hún hafi séð myndirnar á samfélagsmiðli og ákveðið að setja þær saman í tíst. Hún hafi ekki vitað að svanir væru fastagestir í Burano og aldrei hvarflaði að henni að tístið ætti eftir að fara sigurför um netheiminn. „Tístið snerist um að deila einhverju sem færði mér gleði á þessum drungalegu tímum. Ég vildi að það væri breytingavalmöguleiki á Twitter fyrir augnablik einmitt eins og þetta,“ segir Kaveri Ganapathy Ahuja sem býr í Nýju-Delí. Here's an unexpected side effect of the pandemic - the water's flowing through the canals of Venice is clear for the first time in forever. The fish are visible, the swans returned. pic.twitter.com/2egMGhJs7f— Kaveri (@ikaveri) March 16, 2020 Hún hefur engu að síður ekki eytt tístinu og segist ekki ætla að gera. Aldrei áður hafi hún fengið eins mikil viðbrögð við tísti og því vilji hún ekki kasta því fyrir róða. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að staðfesta og hrekja fréttir og fullyrðingar sem fara á flug, bendir á að jafnvel þó að vatnið á myndum frá Feneyjum virðist hreinna nú en áður sé það ekki endilega tilfellið. Vatnið líti vissulega út fyrir að vera tærarar en það sé ekki endilega hreinna. Ástæðan sé líklega sú að vegna útgöngubanns í Feneyjum og annars staðar á Ítalíu hafi dregið verulega úr bátaumferð sem þyrlar alla jafna upp seti í vatninu og gerir það gruggugt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Ítalía Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Töluvert ber nú af misvísandi sögum og fréttum á samfélagsmiðlum af því að dýralíf blómstri í borgum sem hafa verið settar í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Sumar þeirra eru sagðar bókstaflega falsaðar en aðrar misvísandi. Svanir og höfrungar eiga að hafa láti aftur á sér kræla í Feneyjum vegna minni mengunar frá athöfnum manna í faraldrinum og fílahjörð gerði sér glaðan dag í kínversku þorpi á meðan mannfólkið hélt sig fjarri hvert öðru samkvæmt fréttum sem var dreift víða á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok. Færslurnar hafa jafnvel orðið að fréttum í virðulegum fjölmiðlum, þar á meðal í breska blaðinu The Guardian. Að sögn náttúruvísindatímaritsins National Geographic áttu þessar vinsælu samfélagsmiðlafréttir sér þó ekki stoð í raunveruleikanum. Þannig eru svanir tíðir gestir í síkjum Burano á Fenyjasvæðinu þvert á það sem ætla mátti af vinsælli samfélagsmiðlafærslu. Myndir sem voru teknar af höfrungum sem áttu að vera komnir aftur til Feneyja voru í raun teknar við ítölsku eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafi, hundruð kílómetra frá Feneyjum. Eins var með myndir af fílahjörð sem var sögð hafa ruðst inn í þorp í Yunnan-héraði í Kína og fílarnir orðið svo hífaðir af kornvíni að þeir hafi sofnað í garði. Fílar fóru vissulega í gegnum þorpið nýlega en það er ekki óvanalegt. Myndirnar sem fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla voru heldur ekki af þeim. Fílarnir urðu heldur ekki ölvaðir. While humans carry out social distancing, a group of 14 elephants broke into a village in Yunan province, looking for corn and other food. They ended up drinking 30kg of corn wine and got so drunk that they fell asleep in a nearby tea garden. pic.twitter.com/ykTCCLLCJu— Corono she better don t (@Spilling_The_T) March 18, 2020 Of margir líkað við tístið til að eyða því National Geographic ræddi við indverska konu sem tísti myndum af svönum í Feneyjum sem um milljón Twitter-notendur líkuðu við. Hún segir tímaritinu að hún hafi séð myndirnar á samfélagsmiðli og ákveðið að setja þær saman í tíst. Hún hafi ekki vitað að svanir væru fastagestir í Burano og aldrei hvarflaði að henni að tístið ætti eftir að fara sigurför um netheiminn. „Tístið snerist um að deila einhverju sem færði mér gleði á þessum drungalegu tímum. Ég vildi að það væri breytingavalmöguleiki á Twitter fyrir augnablik einmitt eins og þetta,“ segir Kaveri Ganapathy Ahuja sem býr í Nýju-Delí. Here's an unexpected side effect of the pandemic - the water's flowing through the canals of Venice is clear for the first time in forever. The fish are visible, the swans returned. pic.twitter.com/2egMGhJs7f— Kaveri (@ikaveri) March 16, 2020 Hún hefur engu að síður ekki eytt tístinu og segist ekki ætla að gera. Aldrei áður hafi hún fengið eins mikil viðbrögð við tísti og því vilji hún ekki kasta því fyrir róða. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að staðfesta og hrekja fréttir og fullyrðingar sem fara á flug, bendir á að jafnvel þó að vatnið á myndum frá Feneyjum virðist hreinna nú en áður sé það ekki endilega tilfellið. Vatnið líti vissulega út fyrir að vera tærarar en það sé ekki endilega hreinna. Ástæðan sé líklega sú að vegna útgöngubanns í Feneyjum og annars staðar á Ítalíu hafi dregið verulega úr bátaumferð sem þyrlar alla jafna upp seti í vatninu og gerir það gruggugt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Ítalía Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira