Sögur af endurkomu dýralífs vegna faraldursins orðum auknar Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2020 23:28 Gondólar liggja nú bundnir við bryggju vegna útgöngubanns á Ítalíu. Vatnið í síkjum Feneyja er tærara vegna minni bátaumferðar en það er ekki endilega hreinna eins og vinsælar samfélagsmiðlafærslur hafa gefið til kynna. AP/Anteo Marinoni/LaPresse Töluvert ber nú af misvísandi sögum og fréttum á samfélagsmiðlum af því að dýralíf blómstri í borgum sem hafa verið settar í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Sumar þeirra eru sagðar bókstaflega falsaðar en aðrar misvísandi. Svanir og höfrungar eiga að hafa láti aftur á sér kræla í Feneyjum vegna minni mengunar frá athöfnum manna í faraldrinum og fílahjörð gerði sér glaðan dag í kínversku þorpi á meðan mannfólkið hélt sig fjarri hvert öðru samkvæmt fréttum sem var dreift víða á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok. Færslurnar hafa jafnvel orðið að fréttum í virðulegum fjölmiðlum, þar á meðal í breska blaðinu The Guardian. Að sögn náttúruvísindatímaritsins National Geographic áttu þessar vinsælu samfélagsmiðlafréttir sér þó ekki stoð í raunveruleikanum. Þannig eru svanir tíðir gestir í síkjum Burano á Fenyjasvæðinu þvert á það sem ætla mátti af vinsælli samfélagsmiðlafærslu. Myndir sem voru teknar af höfrungum sem áttu að vera komnir aftur til Feneyja voru í raun teknar við ítölsku eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafi, hundruð kílómetra frá Feneyjum. Eins var með myndir af fílahjörð sem var sögð hafa ruðst inn í þorp í Yunnan-héraði í Kína og fílarnir orðið svo hífaðir af kornvíni að þeir hafi sofnað í garði. Fílar fóru vissulega í gegnum þorpið nýlega en það er ekki óvanalegt. Myndirnar sem fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla voru heldur ekki af þeim. Fílarnir urðu heldur ekki ölvaðir. While humans carry out social distancing, a group of 14 elephants broke into a village in Yunan province, looking for corn and other food. They ended up drinking 30kg of corn wine and got so drunk that they fell asleep in a nearby tea garden. pic.twitter.com/ykTCCLLCJu— Corono she better don t (@Spilling_The_T) March 18, 2020 Of margir líkað við tístið til að eyða því National Geographic ræddi við indverska konu sem tísti myndum af svönum í Feneyjum sem um milljón Twitter-notendur líkuðu við. Hún segir tímaritinu að hún hafi séð myndirnar á samfélagsmiðli og ákveðið að setja þær saman í tíst. Hún hafi ekki vitað að svanir væru fastagestir í Burano og aldrei hvarflaði að henni að tístið ætti eftir að fara sigurför um netheiminn. „Tístið snerist um að deila einhverju sem færði mér gleði á þessum drungalegu tímum. Ég vildi að það væri breytingavalmöguleiki á Twitter fyrir augnablik einmitt eins og þetta,“ segir Kaveri Ganapathy Ahuja sem býr í Nýju-Delí. Here's an unexpected side effect of the pandemic - the water's flowing through the canals of Venice is clear for the first time in forever. The fish are visible, the swans returned. pic.twitter.com/2egMGhJs7f— Kaveri (@ikaveri) March 16, 2020 Hún hefur engu að síður ekki eytt tístinu og segist ekki ætla að gera. Aldrei áður hafi hún fengið eins mikil viðbrögð við tísti og því vilji hún ekki kasta því fyrir róða. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að staðfesta og hrekja fréttir og fullyrðingar sem fara á flug, bendir á að jafnvel þó að vatnið á myndum frá Feneyjum virðist hreinna nú en áður sé það ekki endilega tilfellið. Vatnið líti vissulega út fyrir að vera tærarar en það sé ekki endilega hreinna. Ástæðan sé líklega sú að vegna útgöngubanns í Feneyjum og annars staðar á Ítalíu hafi dregið verulega úr bátaumferð sem þyrlar alla jafna upp seti í vatninu og gerir það gruggugt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Ítalía Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Töluvert ber nú af misvísandi sögum og fréttum á samfélagsmiðlum af því að dýralíf blómstri í borgum sem hafa verið settar í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins. Sumar þeirra eru sagðar bókstaflega falsaðar en aðrar misvísandi. Svanir og höfrungar eiga að hafa láti aftur á sér kræla í Feneyjum vegna minni mengunar frá athöfnum manna í faraldrinum og fílahjörð gerði sér glaðan dag í kínversku þorpi á meðan mannfólkið hélt sig fjarri hvert öðru samkvæmt fréttum sem var dreift víða á samfélagsmiðlum eins og Instagram og Tik Tok. Færslurnar hafa jafnvel orðið að fréttum í virðulegum fjölmiðlum, þar á meðal í breska blaðinu The Guardian. Að sögn náttúruvísindatímaritsins National Geographic áttu þessar vinsælu samfélagsmiðlafréttir sér þó ekki stoð í raunveruleikanum. Þannig eru svanir tíðir gestir í síkjum Burano á Fenyjasvæðinu þvert á það sem ætla mátti af vinsælli samfélagsmiðlafærslu. Myndir sem voru teknar af höfrungum sem áttu að vera komnir aftur til Feneyja voru í raun teknar við ítölsku eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafi, hundruð kílómetra frá Feneyjum. Eins var með myndir af fílahjörð sem var sögð hafa ruðst inn í þorp í Yunnan-héraði í Kína og fílarnir orðið svo hífaðir af kornvíni að þeir hafi sofnað í garði. Fílar fóru vissulega í gegnum þorpið nýlega en það er ekki óvanalegt. Myndirnar sem fóru sem eldur í sinu um samfélagsmiðla voru heldur ekki af þeim. Fílarnir urðu heldur ekki ölvaðir. While humans carry out social distancing, a group of 14 elephants broke into a village in Yunan province, looking for corn and other food. They ended up drinking 30kg of corn wine and got so drunk that they fell asleep in a nearby tea garden. pic.twitter.com/ykTCCLLCJu— Corono she better don t (@Spilling_The_T) March 18, 2020 Of margir líkað við tístið til að eyða því National Geographic ræddi við indverska konu sem tísti myndum af svönum í Feneyjum sem um milljón Twitter-notendur líkuðu við. Hún segir tímaritinu að hún hafi séð myndirnar á samfélagsmiðli og ákveðið að setja þær saman í tíst. Hún hafi ekki vitað að svanir væru fastagestir í Burano og aldrei hvarflaði að henni að tístið ætti eftir að fara sigurför um netheiminn. „Tístið snerist um að deila einhverju sem færði mér gleði á þessum drungalegu tímum. Ég vildi að það væri breytingavalmöguleiki á Twitter fyrir augnablik einmitt eins og þetta,“ segir Kaveri Ganapathy Ahuja sem býr í Nýju-Delí. Here's an unexpected side effect of the pandemic - the water's flowing through the canals of Venice is clear for the first time in forever. The fish are visible, the swans returned. pic.twitter.com/2egMGhJs7f— Kaveri (@ikaveri) March 16, 2020 Hún hefur engu að síður ekki eytt tístinu og segist ekki ætla að gera. Aldrei áður hafi hún fengið eins mikil viðbrögð við tísti og því vilji hún ekki kasta því fyrir róða. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að staðfesta og hrekja fréttir og fullyrðingar sem fara á flug, bendir á að jafnvel þó að vatnið á myndum frá Feneyjum virðist hreinna nú en áður sé það ekki endilega tilfellið. Vatnið líti vissulega út fyrir að vera tærarar en það sé ekki endilega hreinna. Ástæðan sé líklega sú að vegna útgöngubanns í Feneyjum og annars staðar á Ítalíu hafi dregið verulega úr bátaumferð sem þyrlar alla jafna upp seti í vatninu og gerir það gruggugt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Umhverfismál Ítalía Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent