Júlían með höfuðið í bleyti en á erfitt með að skipuleggja sig Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 18:31 Júlían J. K. Jóhannsson varð í lok síðasta árs þriðji kraftlyftingamaðurinn sem var valinn íþróttamaður ársins á Íslandi. VÍSIR/SIGURBJÖRN ÓSKARSSON Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum Kraftlyftingar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira
Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins, glímir við flókið verkefni í undirbúningi sínum fyrir næsta stórmót í kraftlyftingum því það er einfaldlega alveg óljóst hvenær það fer fram. Kórónuveiran hefur sett allt íþróttalíf úr skorðum og þó að Júlían leggi áherslu á að á tímum sem þessum skipti heilsa fólks mestu máli þá viðurkennir hann að það sé erfitt að vera afreksíþróttamaður þegar allt er í lamasessi. Hann ræddi málin við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld en innslagið má sjá hér neðst í greininni. „Þetta hefur gjörbreytt öllu keppnisskipulagi þennan fyrsta hluta árs hið minnsta. Ég stefndi á Evrópumeistaramótið sem átti að vera haldið í byrjun maí í Danmörku. Fljótlega eftir að uppgangur kórónuveirunnar fór að aukast þá dró hvert landsliðið sig á fætur öðru út úr mótinu. Ítalska liðið fyrst, svo það austurríska og það sænska, og fyrir tveimur vikum var mótinu svo frestað eða aflýst. Það á eftir að taka lokaákvörðun um hvort verður. Og það sama gildir um öll mót frá mars og fram í júní,“ sagði Júlían. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir íþróttamanninn? „Að tala um mikið áfall fyrir mig… Auðvitað er þetta lítilvægt í stóra samhenginu. Það sem skiptir máli er að sem flestir komist á heilu og höldnu út úr þessum óförum. En fyrir mig persónulega þá skipuleggur maður sig ár fram í tímann að lágmarki, og er búinn að undirbúa alla æfingarútínu og skipulag, og þetta setur það allt í uppnám. Undanfarnar vikur hef ég bara verið með höfuðið í bleyti, undir feldi, og verið að sjá til hvað ég geri næst. Helsta hindrunin í þessu öllu er að maður veit ekki neitt. Maður veit ekki hvenær næsta mót er. Ég var nú búinn að lofa Evrópumeistaratitli en ég veit ekki hvenær eða hvort mótið verður haldið. Það er erfitt að skipuleggja æfingauppkeyrslu fram að einhverjum degi sem maður veit ekki hvenær er. Í augnablikinu er ég bara sem íþróttamaður að fara aftur í grunninn og búa til „off season“-tímabil. Ég skipulegg það í stuttum 4-5 vikna bút,“ segir Júlían, og tekur undir að staðan sé snúin: „Já, þetta er það, en ég vil ekki gera of mikið úr þessu í samanburði við allt annað. Auðvitað er fólk sem á um sárt að binda og þetta er alvarlegt mál. Það að ég komist ekki að sækja Evróputitilinn minn er ekki það stærsta í þessu, þó að það sé rosastórt fyrir mig. Maður hugsar auðvitað um heildina.“ Klippa: Júlían leitar í grunninn á óvissutímum
Kraftlyftingar Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Sænskur Ólympíufari vill nú keppa fyrir Finnland Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Dagskráin í dag: Bónus deildin og undanúrslit á Englandi Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Sjá meira