Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:44 Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Paul Gilham Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira