Engin rétt leið að upplifa aðstæður Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 24. mars 2020 08:30 Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eva Sjöfn Helgadóttir Mest lesið Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Öryggi er tilfinning sem við leitumst við að finna frá fæðingu. Við prufum okkur áfram í nýjum aðstæðum með því að horfa í augu foreldra okkar og athuga hver svipbrigði þeirra eru. Í framhaldi af því ákveðum við hvort að aðstæður séu öruggar eða óöruggar. Það upplifa ef til vill margir í samfélaginu ákveðið óöryggi í dag. Umhverfið sendir okkur ný skilaboð og þegar að lífið breytist fljótt á stuttum tíma þá er ekki laust við að sumir upplifi óöryggi. Minning um að hafa ekki fundið bílinn í bílakjallara fyrir nokkrum árum með ungri dóttur minni leitar á hugann við þessi skrif. Þegar barnið áttaði sig á því að móðir hennar vissi ekki hvar bíllinn væri þá varð hún óörugg og tjáði áhyggjur af því að bíllinn myndi ekki finnast. Stúlkan stóð frammi fyrir því að móðir hennar sem að hún taldi vita hvar allt væri og hvernig allt væri, vissi ekki um bílinn. Það breytti heimsýn hennar um stund og þá túlkaði hún aðstæður sem óöruggar. Það tók dágóða stund að finna bílinn og er hann fannst þá hvarf áhyggjusvipurinn af barninu eins og dögg fyrir sólu. Þegar að börn alast upp þá halda þau mörg hver að foreldrar sínir séu með hlutina á hreinu og viti allt um lífið. Börn halda að foreldrar upplifi alltaf öryggi eða viti alltaf hvernig þau eiga að bregðast við nýjum aðstæðum. Þegar að mannskepnan er óörugg þá treystir hún því að aðrir viti hvernig hún eigi að haga sér í aðstæðum, þannig hefur hún lifað af í tímans rás. Það er líklegt að einhverjir spyrja sig hvernig eigum við að upplifa og túlka aðstæður eins og þær sem að við stöndum frammi fyrir í dag? Svarið er heldur einfalt, á allskonar hátt. Á tímum sem þessum vitum við oft ekki hvernig við eigum að bregðast við og því horfum til annarra sem að við treystum til að segja okkur hvernig við eigum að túlka aðstæður. Við gætum horft til maka, ættingja, vina, yfirmanna, vinnufélaga, fjölmiðla, stjórnvalda eða heilbrigðisstarfsfólks til að gera okkur grein fyrir því hvernig tilfinningar okkar eiga að vera í þessu samhengi. Margar spurningar vakna sem erfitt er að fá svör við. Eitt er þó víst að engar tvær manneskjur upplifa aðstæður eins. Það hvernig við túlkum heiminn byggist á fyrri reynslu og persónueinkennum. Hver og einn þarf að gera sér grein fyrir því að við erum að ganga í gegnum mismunandi hluti og við vitum ekki hvernig öðrum líður nema einfaldlega að spyrja. Við vitum ekki hversu mikil áhrif þessir dagar og vikur eru að hafa á aðra. Mögulega eru einhverjir að upplifa áhyggjur líkt og stúlkan í bílakjallaranum. Áhyggjur sem að snúa að líkamlegri heilsu, andlegri heilsu, ástvinum, vinnuöryggi, lánum, námi, íþróttaiðkun, fyrirtækjarekstri og fleira. Þær áhyggjur eru skiljanlegar því að morgundagurinn er ófyrirsjáanlegri en áður. Ef til vill upplifa sumir mikla streitu vegna breyttra aðstæðna á heimili, í vinnu, í námi og félagslega. Aðrir upplifa mögulega reiði eða úrræðaleysi yfir því að vera ekki sammála þeim aðgerðum sem gerðar hafa verið sem gætu haft mikil áhrif á framtíðina. Aðrir hafa engar áhyggjur af aðstæðum og treysta því að allt fari á besta veg. Allar þessar túlkanir á eru eðlilegar og skiljanlegar þó að þær séu ekki endilega í samræmi við eigin túlkun eða upplifun. Það sem að við getum gert sem samfélag er að reyna okkar besta að sýna samkennd og umhyggju gagnvart náunganum. Berum virðingu hvort fyrir öðru og berum virðingu fyrir því að upplifa aðstæður mismunandi. Sýnum aðgát, það er engin rétt eða röng leið til þess að bregðast við. Brosum til þeirra sem að við mætum, virðum misjafnar skoðanir og fögnum því hvað við erum dásamlega ólík, hvert og eitt okkar er með sína einstöku sögu. Ef að við værum öll eins væri þessi heimur ekki eins áhugaverður og raun ber vitni. Sumir verðar áhyggjufullir og hræddir þegar að móðirin finnur ekki bílinn í bílakjallaranum, aðrir hafa ekki áhyggjur af því og hugsa að það leynast þá ný ævintýri í að koma sér aftur heim án bílsins. Höfundur er klínískur sálfræðingur.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun