Traust á óvissutímum Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 24. mars 2020 09:09 Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frá því að Covid -19 faraldurinn tók sér bólfestu hér á landi hefur kennarastéttin tekist á við nýtt og breytt hlutverk. Á óvissutímum þurfa allir að leggjast á eitt og þá skiptir miklu máli að huga að börnum, þörfum þeirra og velferð. Við vitum öll að mikið mæðir á heilbrigðisstarfsfólki og álagið á þá stétt á eftir að aukast enn á næstu vikum. En það þarf einnig að huga að lífinu fyrir utan veikindin og þar eru kennarar í framlínunni. Á svona tímum kemur í ljós úr hverju við erum gerð. Það má öllum vera ljóst að álagið á kennara er mikið, m.a. vegna breytinga á skólastarfi, óöryggis og hættunni á að smitast af Covid-19, en þeir hafa risið undir nýjum áskorunum á hverjum degi með glæsibrag. Skólastarf hefur verið endurskipulagt í mörgum skólum á stuttum tíma og fjarkennsla verið innleidd, á meðan aðrir skólar hafa skipulagt skólastarf með mikilli hugvitssemi til að standast kröfur sóttvarnalæknis um fjölda og nálægð. Breytingar eiga sér stað á hverjum degi og enginn veit hvað næsti dagur ber í skauti sér. Við slíkar aðstæður verðum við öll að læra að treysta! Að treysta þeim sem eru að vinna alla daga við að skoða og meta aðstæður og hvetja okkur til þess að gera það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta því að þær upplýsingar sem við fáum séu þær bestu sem tiltækar eru og verði til þess að við gerum það sem þarf til að ná settu marki. Að treysta okkur sjálfum til þess að gera það sem við þurfum að gera til að halda samfélaginu gangandi og heilbrigðiskerfinu virku. En fyrst og fremst þurfum við að treysta hvert öðru. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að þeir séu að vinna að því að hægja á dreifingu faraldursins og í trausti þess að börn séu ekki í sömu hættu og aðrir að veikjast illa af faraldrinum. Kennarar leggja sig alla fram í trausti þess að vinnuframlag þeirra sé mikilvægur liður í því að halda bæði heilbrigðiskrefinu og atvinnulífinu gangandi. Kennarar hafa sýnt það að þeir eru tilbúnir til að leggjast á eitt og vinna sem einn maður til að ná stjórn á þessum vágesti sem kórónuveiran er. Eftir að hafa verið í sambandi við kennara um allt land sem allir eru að takast á við þessar fordæmalausu aðstæður með gleði, jákvæðni og velferð nemanda að leiðarljósi, hef ég aftur og aftur fyllst miklu stolti af því að tilheyra stétt sem tekst á við nýjar áskoranir af slíku æðruleysi og fagmennsku. Kennarar, takk fyrir ykkar framlag – þið hafið staðið ykkur með miklum sóma. Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun