Nýyrði á fordæmalausum tímum: Kóviti, koviðmágur og smitskömm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2020 14:00 Sóttkví og Samgöngubann prýddi forsíðu fylgirits Fréttablaðsins í dag og vakti athygli. Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira
Fordæmalausir tímar kalla á fordæmalausar aðgerðir, og í einhverjum tilvikum á fordæmalaus orð. Á kórónaveirutímum er samfélagið undirlagt fréttum af veirunni sem hefur áhrif á alla. Meira að segja tungumálið okkar. Svo mikið er rætt um kórónuveiruna að nýyrði verða til. Sum orðin gætu verið komin til að vera á meðan önnur fá fólk til að brosa en munu svo líklega hverfa með veirunni, sem fyrst hugsa eflaust flestir. Hér verður stiklað á stóru í orðum sem eru farin að skjóta upp kollinum í umræðu, samfélagsmiðlum og ummælakerfunum. Sóttkvíði Sá kvíði sem skapast meðal fólks vegna ástandsins. Dæmi: „Gunna frænka er með svo mikinn sóttkvíða að hún er að fara yfir um!“ Kóviti Sjálfskipaður sérfræðingur í veirufræðum sem lætur hátt í sér heyra og veit betur en aðrir. Dæmi: „Þú ert nú meiri kóvitinn!“ In Iceland we invented a new noun "Kóviti" in which I here by going to make the official translation to English be a new noun "Coviac" #CoviacCoviac is a person that knows better than the #CDC— Jóhann B Guðmundsson (@johannbg) March 24, 2020 Sótthvíld Einstaklingur orðinn þreyttur á ástandinu, jafnvel verið undir miklu álagi og fær kærkomna hvíld á veirutímum. Dæmi: „Ég er alveg búinn á því eftir vikuna elskan. Ég held við ættum að skella okkur upp í bústað í sótthvíld.“ Koviðmágur Einstaklingur sem smitar mann sem smitar svo annan mann. Sá fyrsti og síðasti eru þar með orðnir koviðmágar. Vísar til tengsla tveggja karlmanna sem sænga hjá sömu konu. Dæmi: „Heyrðu, vissirðu að Siggi og Kobbi eru koviðmágar?“ Einstaklingur sem smitar mann, sem smitar svo annan mann, er koviðmágur þess síðastnefnda.— Konrad Jonsson (@konradj) March 20, 2020 Faðmflótti Lýsir því ástandi þegar fólk þarf að viðhalda tveggja metra reglu sem eðlilega felur í sér að fólk getur ekki knúsast eins og venjulega. Dæmi: Fólk veltir fyrir sér hvort faðmflótti muni verða áfram ríkjandi í samfélaginu þegar kórónuveiran heyrir sögunni til. Kórónotatilfinning Óþægileg tilfinning vegna fregna af kórónaveirunni. Dæmi: „Ég er með kórónotatilfinningu vegna stöðunnar.“ Smitskömm Að skammast sín fyrir að vera smitaður af kórónuveirunni. Dæmi: Frosti upplifði mikla smitskömm og lét engan vita að hann væri smitaður af kórónuveirunni. Cofit Heimaæfingar stundaðar í ástandinu ætlaðar að koma manni í betra líkamlegt form. Á rætur að rekja til Crossfit. Dæmi: Velkomin í Cofit dagsins. Í dag ætlum við að vinna með æfingar þar sem við notum sófann okkar, tvo stóla og þrjár fullar tveggja lítra vatnsflöskur. Samgöngubann Ekki nýtt orð en notað daglega fyrir misskilning þegar fólk ætlar sér að segja samkomubann. Misskilningurinn náði hæstu hæðum í fylgiriti Fréttablaðsins í dag þar sem forsíðan var skreytt tveimur orðum; sóttkví og samgöngubann. Ritstjóri Fréttablaðsins baðst afsökunar á misskilningnum á vef Fréttablaðsins og útskýrði að auðvitað hefði átt að standa samkomubann. Ekki skera niður í próförkinni þegar kreppir að... pic.twitter.com/MtmvyYCuF8— Fanney Birna (@fanneybj) March 24, 2020 Hefurðu heyrt um fleiri nýyrði? Láttu okkur vita í ummælakerfinu að neðan eða sendu okkur tölvupóst á ritstjorn@visir.is.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Íslenska á tækniöld Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fleiri fréttir Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Sjá meira