Íslenski boltinn

Gary Martin segir að dvölin hjá Darlington hafi verið hálfgerð martröð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gary Martin skoraði 14 mörk fyrir ÍBV og Val í Pepsi Max-deild karla á síðasta ári.
Gary Martin skoraði 14 mörk fyrir ÍBV og Val í Pepsi Max-deild karla á síðasta ári. mynd/stöð 2 sport

Gary Martin segir að lánsdvölin hjá enska utandeildarliðinu Darlington hafi verið hálfgerð matröð.

Gary er kominn aftur til Vestmannaeyja eftir dvölina hjá Darlington og er í sóttkví. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Gary í þættinum Sportið í dag.

„Þetta var hálfgerð martröð ef ég á að vera hreinskilinn. Ég kom á versta mögulega tíma og mun ekki gera þetta á næsta tímabili. Ég verð að vera allan tímann,“ sagði Gary sem varð markakóngur Pepsi Max-deildar karla í fyrra.

„Síðasti leikurinn á Íslandi var 20. september og sá fyrsti fyrir Darlington var 10. janúar. Þú æfir og hleypur en ég var ekki í formi. Vellirnir á Englandi eru skelfilegir um jólin. Mér var hent beint í byrjunarliðið og spilaði 90 mínútur í fyrsta leik sem hjálpaði ekki.“

Gary segir að æfingarnar tvær sem Darlington var með í hverri viku hafi ekki verið dugað sér.

„Við æfðum bara tvisvar í viku og með minn líkama þarf ég að æfa á hverjum degi. Ég bæti hratt á mig. En ég læri af þessu,“ sagði Gary sem er frá Darlington.

„Frá því ég var lítill hefur mig langað að spila fyrir liðið í heimaborginni minni. Og núna er ég búinn að því. En ég þarf að vera skynsamari á næsta ári. Þetta yrði mjög erfitt þá. Ég er heppinn að hafa aldrei meiðst en að æfa tvisvar í viku og spila á laugardögum er ekki frábært.“

Klippa: Gary Martin um tímann hjá Darlington



Fleiri fréttir

Sjá meira


×