Krefja nýja eigendur WOW um sautján milljónir vegna vangoldinna launa Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2020 08:34 Ballarin hefur sagst hafa sakna þess að stíga upp í fjólubláa flugvél á Keflavíkurflugvelli. Vísir Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates. Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttir af flugi WOW Air Dómsmál Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Tveir forritarar hafa stefnt félaginu USAerospace Associates, nýjum eiganda WOW air, og krefjast sautján milljóna króna vegna vangoldinna launa. Fréttastofa RÚV greinir frá þessu en samkvæmt heimildum þeirra voru forritararnir fengnir til að setja upp bókunarkerfi fyrir WOW og störfuðu eftir verktakasamningi sem gerður var á milli félags þeirra Maverick ehf og USAerospace Associates. Greiðslur fyrir verkið eru sagðar hafa byrjað að dragast um áramótin og í kjölfarið hafi bandaríska félagið sagt verktakasamningnum fyrirvaralaust upp, þrátt fyrir þriggja mánaða uppsagnarfrest. USAerospace Associates, sem er í eigu bandarísku athafnakonunnar Michelle Ballarin, hefur unnið að því að endurreisa fallna flugfélagið WOW Air undir sama nafni. Ballarin boðaði til blaðamannafundar á Hótel Sögu þann 6. september síðastliðinn og kynnti áform um endurreisn félagsins. Þá sagði hún planið að hefja miðasölu í vikunni á eftir og að jómfrúarflugið yrði í október. Ekkert varð af því og var jómfrúarfluginu síðar frestað. Nú síðast í byrjun janúar boðaði Ballarin flugtak hins nýja WOW air „innan fárra vikna.“ Skemmst er frá því að segja að enn er ekki hægt að bóka flugmiða á heimasíðu félagsins. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Fréttir af flugi WOW Air Dómsmál Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira