Kann ekkert í eldhúsinu en náði að matreiða dýrindis kjötböllur Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2020 10:29 Sindri er kannski ekki sá besti í eldhúsinu. Við erum flest meira og minna heima um þessar mundir, förum minna út að borða og eldum því oftar. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag fór Eva Laufey heim til Sindra Sindrasonar og kenndi honum og okkur öllum að gera ekta ítalskar kjötbollur á einfaldan hátt. Eva sem byrjar í kvöld með nýja þætti á Stöð 2, Matarboð með Evu, segir þennan rétt einnig tilvalinn til að elda með krökkum, rétt sem þau ættu öll að vilja borða. Í þættinum kom fram að Sindri Sindrason er ekkert sérstakur í eldhúsinu og eldar í raun aldrei heimavið. Hann á ótal eldhúsáhöld og tæki sem hann hefur hreinlega aldrei notað. Hér að neðan má sjá uppskrift af réttinum: Ítalskar kjötbollur ·500 g nautahakk ·500 g svínahakk ·1 dl brauðrasp ·3 hvítlauksrif, marin ·2 msk. Fersk steinselja, smátt söxuð ·2 msk. Fersk basilíka, smátt söxuð ·1 dl rifinn parmesan ostur ·1 egg, létt pískað ·Salt og pipar, magn eftir smekk ·400 g spagettí ·Salt ·Ólífuolía Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C 2. Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu. 3. Raðið kjötbollunum í eldfast mót og sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Á meðan bollurnar eru í ofninum er gott að útbúa tómat-og basilsósuna. 4. Sjóðið spagettí í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu frá og bætið smjörklípu eða ólífuolíu út á. 5. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og steinselju. Tómat-og basilíkusósa. ·1 msk ólífuolía ·1 laukur, smátt skorinn ·2 gulrætur, smátt skornar ·2 hvítlauksrif, marin ·500 ml tómata passata eða hakkaðir tómatar ·½ kjúklingateningur ·1 msk fersk steinselja, smátt söxuð ·1 msk fersk basilíka, smátt söxuð ·Skvetta af hunangi ·Salt og pipar Aðferð: 1. Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk, gulrætur og hvítlauk í eina til tvær mínútur. 2. Bætið öllu hráefninu í pottinn, kryddið duglega og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. 3. Maukið með töfrasprota ef þið viljið mjög fíngerða sósu. 4. Berið fram með kjötbollunum og spagettí. Ísland í dag Kjötbollur Nautakjöt Sósur Uppskriftir Eva Laufey Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Við erum flest meira og minna heima um þessar mundir, förum minna út að borða og eldum því oftar. Í þætti gærkvöldsins í Íslandi í dag fór Eva Laufey heim til Sindra Sindrasonar og kenndi honum og okkur öllum að gera ekta ítalskar kjötbollur á einfaldan hátt. Eva sem byrjar í kvöld með nýja þætti á Stöð 2, Matarboð með Evu, segir þennan rétt einnig tilvalinn til að elda með krökkum, rétt sem þau ættu öll að vilja borða. Í þættinum kom fram að Sindri Sindrason er ekkert sérstakur í eldhúsinu og eldar í raun aldrei heimavið. Hann á ótal eldhúsáhöld og tæki sem hann hefur hreinlega aldrei notað. Hér að neðan má sjá uppskrift af réttinum: Ítalskar kjötbollur ·500 g nautahakk ·500 g svínahakk ·1 dl brauðrasp ·3 hvítlauksrif, marin ·2 msk. Fersk steinselja, smátt söxuð ·2 msk. Fersk basilíka, smátt söxuð ·1 dl rifinn parmesan ostur ·1 egg, létt pískað ·Salt og pipar, magn eftir smekk ·400 g spagettí ·Salt ·Ólífuolía Aðferð: 1. Forhitið ofninn í 180°C 2. Blandið öllum hráefnum saman með höndunum og búið til jafn stórar bollur úr deiginu. 3. Raðið kjötbollunum í eldfast mót og sáldrið olíu yfir bollurnar og setjið inn í ofn við 180°C í 25 – 30 mínútur. Á meðan bollurnar eru í ofninum er gott að útbúa tómat-og basilsósuna. 4. Sjóðið spagettí í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, hellið vatninu frá og bætið smjörklípu eða ólífuolíu út á. 5. Berið fram með nýrifnum parmesan osti og steinselju. Tómat-og basilíkusósa. ·1 msk ólífuolía ·1 laukur, smátt skorinn ·2 gulrætur, smátt skornar ·2 hvítlauksrif, marin ·500 ml tómata passata eða hakkaðir tómatar ·½ kjúklingateningur ·1 msk fersk steinselja, smátt söxuð ·1 msk fersk basilíka, smátt söxuð ·Skvetta af hunangi ·Salt og pipar Aðferð: 1. Hitið olíu við vægan hita í potti, steikið lauk, gulrætur og hvítlauk í eina til tvær mínútur. 2. Bætið öllu hráefninu í pottinn, kryddið duglega og leyfið sósunni að malla á meðan þið búið til kjötbollurnar. 3. Maukið með töfrasprota ef þið viljið mjög fíngerða sósu. 4. Berið fram með kjötbollunum og spagettí.
Ísland í dag Kjötbollur Nautakjöt Sósur Uppskriftir Eva Laufey Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira