Liverpool og Man. Utd meðal liða sem vilja henda Man. City út úr Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2020 12:30 Pep Guardiola er örugglega mjög ósáttur með það að mörg lið í ensku úrvalsdeildinni hafi nú sameinast um það að pressa á það að Manchester City verði hent út úr Meistaradeildinni. Getty/James Baylis Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Sjá meira
Liverpool og Manchester United eru sögð vera meðal þeirra átta liða sem vilja koma veg fyrir þátttöku Manchester City í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnusamband Evrópu dæmdi Manchester City á dögunum í tveggja ára bann frá Evrópukeppnum eftir að félagið braut reglur UEFA um rekstur fótboltafélaga. Manchester City áfrýjaði dómnum strax til Alþjóðaíþróttadómstólsins, Court of Arbitration for Sport, en það mun verði einhver bið á því að það verði tekið fyrir vegna ástandsins út af útbreiðslu kórónuveirunnar. Daily Mail hefur nú heimildir fyrir því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar hafa sent beiðni til Alþjóðaíþróttadómstólsins um að Manchester City fái ekki að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð ef að það dregst eitthvað að taka málið fyrir hjá dómstólnum. Af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar í dag eru það aðeins Manchester City og Sheffield United sem skrifuðu ekki undir þessa beiðni um að banna Manchester City frá þáttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Það þýðir að meðal félaga sem vilja henda Manchester City út úr Meistaradeildinni eru erkifjendur þeirra í Liverpool, Manchester United, Chelsea og Arsenal. Öll þessu félög sendu bréf til sama lögfræðifyrirtækis sem sendi sína beiðni inn fyrir hönd allra átta félaganna. Í bréfinu mótmæla félögin því harðlega að Manchester City fái að taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð verði ekki búið að taka fyrir áfrýjun þeirra hjá CAS dómstólnum. Premier League rivals launch bid to stop Manchester City playing in Europe https://t.co/vmHUUSwzIa— MailOnline Sport (@MailSport) March 25, 2020 Í frétt Daily Mail kemur einnig fram að Manchester City trúi því að ákveðnir aðilir hafa farið fyrir þessu máli gegn þeim og þessar fréttir muni aðeins styðja þá kenningu. Það er hins vegar skoðun þessara félaga sem um ræðir að nóg sé komið og að Manchester City hafi alltof lengi komist upp með það að virða ekki reglur UEFA um rekstur félaga. Félögin hafi nú áhyggjur af því að það muni taka langan tíma að klára málið fyrir Alþjóðaíþróttadómstólnum og á meðan geti Manchester City tekið þátt í Meistaradeildinni á kostnað einhvers þeirra.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Sjá meira