Vill henda orðinu smitskömm Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. mars 2020 14:54 Alma Möller, landlæknir. Vísir/Vilhelm Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið „smitskömm“ sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. Lagði landlæknir til að við myndum henda því orði og sagði að enginn gæti gert að því að smitast eða smita aðra að því gefnu að viðkomandi hefði fylgt reglum um einangrun og sóttkví. „Mér finnst að við ættum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa,“ sagði Alma. Landsmenn ættu ekki að láta veiruna komast upp á milli sín. Þá þakkaði hún þeim fyrir sem eru nú í einangrun og sottkví og sagði þá vera að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið allt. Fannst hún hafa brugðist samfélaginu Undanfarið hafa þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 lýst því hvernig þeir hafi fundið fyrir smitskömm. Þannig sagði Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir frá því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig hún fyndi fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita hún væri smituð. Þórey býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu sem vonar innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Klippa: Alma vill leggja orðinu smitskömm Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslenska á tækniöld Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira
Alma Möller, landlæknir, hóf mál sitt á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag á að ræða um orðið „smitskömm“ sem segja má að sé nýyrði sem orðið hefur til í kórónuveirufaraldrinum. Lagði landlæknir til að við myndum henda því orði og sagði að enginn gæti gert að því að smitast eða smita aðra að því gefnu að viðkomandi hefði fylgt reglum um einangrun og sóttkví. „Mér finnst að við ættum að hætta að agnúast út í aðra vegna þessa,“ sagði Alma. Landsmenn ættu ekki að láta veiruna komast upp á milli sín. Þá þakkaði hún þeim fyrir sem eru nú í einangrun og sottkví og sagði þá vera að leggja sitt af mörkum fyrir samfélagið allt. Fannst hún hafa brugðist samfélaginu Undanfarið hafa þeir sem smitast hafa af veirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19 lýst því hvernig þeir hafi fundið fyrir smitskömm. Þannig sagði Ólympíufarinn Þórey Edda Elísdóttir frá því í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hvernig hún fyndi fyrir smitskömm eftir að hafa farið sýkt út á meðal fólks án þess að vita hún væri smituð. Þórey býr á Hvammstanga en hún og eiginmaður hennar eru smituð. Þau vita ekki hvernig og það kom þeim á óvart. Þórey fann aðallega fyrir líkamlegri þreytu sem hún tengdi við útivist. Maðurinn hennar fékk hita í einn dag í byrjun síðustu viku en varð svo hressari. Hann fékk greiningu á föstudag eftir að sonur þeirra veiktist. Í millitíðinni fór Þórey á meðal fólks. „Í rauninni fékk ég bara smá áfall, því að ég var búin að fara í búð og mér fannst ég hafa brugðist svolítið samfélaginu mínu. Ég hafi kannski mögulega ef ég væri nú með þetta líka smitað einhvern annan og ég upplifði smá smitskömm,“ sagði Þórey í samtali við fréttastofu sem vonar innilega að hún hafi ekki smitað neinn. Klippa: Alma vill leggja orðinu smitskömm
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslenska á tækniöld Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Sjá meira