Árásarmaðurinn í Christchurch játar óvænt sök Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2020 23:29 Lögregluþjónn stendur vörð við aðra moskuna sem ráðist var á. AP/Vincent Yu Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira
Maðurinn sem ákærður er fyrir að hafa skotið 51 til bana og sært fjörutíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í fyrra viðurkenndi sök í dag. Hann hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og stóð til að hefja réttarhöldin yfir honum í sumar. Hinn 29 ára gamli Brenton Harrison Tarrant játaði öll morðin, morðtilraunirnar og að hafa framið hryðjuverk, samkvæmt frétt New Zealand Herald. Mike Bush, yfirmaður lögreglunnar á Nýja Sjálandi, fagnar játningum Tarrant en um versta hryðjuverk landsins er að ræða. Árásin leiddi til þess að vopnalöggjöf landsins var hert til muna. Sjá einnig: Hryðjuverkamaðurinn í Christchurch dvaldi á Íslandi í tíu daga Fyrr í þessari viku sendu verjendur Tarrant skilaboð til dómara og sögðu hann tilbúinn til að játa sekt sína. Ekki var hægt að bjóða almenningi í dómsal þegar hann játaði vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar en tveimur klerkum úr moskunum sem Tarrant réðst á var boðið að vera viðstaddir auk fimm blaðamanna. Alls voru eingöngu sautján manns í salnum og dómarinn sagði leiðinlegt að aðstæður leyfðu ekki fórnarlömbum Tarrant og fjölskyldum þeirra að vera viðstödd. Í samtali við NZ Herald fagna fjölskyldumeðlimir fórnarlamba Tarrant og segja jákvætt að engin réttarhöld muni fara fram. Ekki liggur fyrir enn hvenær dómsuppkvaðning fer fram. Gekk á milli herbergja og skaut fólk Árásin átti sér stað þann 15. mars í fyrra. Tarrant keyrði að Al Noor moskunni í Christchurch, gekk þar inn og hóf skothríð. Skömmu seinna gekk hann út, náði í aðra byssu og fór aftur inn þar sem hann gekk á milli herbergja og skaut fólk. Þá var hann með myndavél á hjálmi sínum og sýndi frá árásinni í beinni á Facebook. Frá Al Noor keyrði Tarrant til Linwood-moskunnar þar sem hann skaut tvo til bana fyrir utan. Því næst skaut hann inn um glugga moskunnar áður en hann var hrakinn á brott af manni sem hafði náð einni byssu hans. Hann var handtekinn skömmu seinna.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sjá meira