Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 23:38 MAST er með þjónustusamninga við dýralækna víða um land. Vísir/Vilhelm Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu. Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu.
Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira