Smit leikmanns í sumar setur 50-60 manns í sóttkví Sindri Sverrisson skrifar 19. apríl 2020 15:00 Margir bíða þess óþreyjufullir að Íslandsmótið hefjist en nándin í fótboltaleikjum er mikil. VÍSIR/BÁRA Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á upplýsingafundi í dag ljóst að setja þyrfti 50-60 manns í sóttkví ef upp kæmi smit hjá leikmanni sem spilað hefði leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í Pepsi Max-deildunum, og öðrum fótboltamótum hér landi, í júní en það veltur á því hvernig gengur að verjast kórónuveirufaraldrinum. Fyrstu skref við afléttingu samkomubanns verða tekin 4. maí en þá verða enn miklar takmarkanir á íþróttalífi í landinu. Næsta skref verður svo tekið um mánaðamótin maí-júní ef allt gengur að óskum og eftir það gætu æfingar í meistaraflokki mögulega farið fram án takmarkana, og mót hafist. Víðir var spurður út í hættuna af því að leyfa leiki í efstu deildum, og hvað það hefði í för með sér ef að leikmaður greindist svo með Covid-19 smit: „Það er alveg ljóst að ef að fram fer leikur þar sem að eru 11 leikmenn inn á í hvoru liði, 6-7 varamenn, starfsmenn liðanna og starfsmenn við framkvæmd leiksins… það eru mikil návígi, þegar það er búið að leyfa keppni, svo að eitt smit í svona hópi setur 50-60 manns í sóttkví í tvær vikur. Það er augljóst,“ sagði Víðir. Eitt eða fleiri smit myndu því gera það enn erfiðara en nú þegar er, að klára heilt Íslandsmót með 22 umferðum í efstu deildum karla á komandi leiktíð sem upphaflega átti að hefjast í lok þessa mánaðar. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18. apríl 2020 18:52 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sagði á upplýsingafundi í dag ljóst að setja þyrfti 50-60 manns í sóttkví ef upp kæmi smit hjá leikmanni sem spilað hefði leik í efstu deild í fótbolta hér á landi. Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í Pepsi Max-deildunum, og öðrum fótboltamótum hér landi, í júní en það veltur á því hvernig gengur að verjast kórónuveirufaraldrinum. Fyrstu skref við afléttingu samkomubanns verða tekin 4. maí en þá verða enn miklar takmarkanir á íþróttalífi í landinu. Næsta skref verður svo tekið um mánaðamótin maí-júní ef allt gengur að óskum og eftir það gætu æfingar í meistaraflokki mögulega farið fram án takmarkana, og mót hafist. Víðir var spurður út í hættuna af því að leyfa leiki í efstu deildum, og hvað það hefði í för með sér ef að leikmaður greindist svo með Covid-19 smit: „Það er alveg ljóst að ef að fram fer leikur þar sem að eru 11 leikmenn inn á í hvoru liði, 6-7 varamenn, starfsmenn liðanna og starfsmenn við framkvæmd leiksins… það eru mikil návígi, þegar það er búið að leyfa keppni, svo að eitt smit í svona hópi setur 50-60 manns í sóttkví í tvær vikur. Það er augljóst,“ sagði Víðir. Eitt eða fleiri smit myndu því gera það enn erfiðara en nú þegar er, að klára heilt Íslandsmót með 22 umferðum í efstu deildum karla á komandi leiktíð sem upphaflega átti að hefjast í lok þessa mánaðar.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18. apríl 2020 18:52 Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00 Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46 Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Flestir smitaðir eru ungt fólk Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn sé rénun á Íslandi biðja sóttvarnaryfirvöld fólk um að halda út næstu vikur. 18. apríl 2020 18:52
Víðir: Fótboltinn gæti farið á fulla ferð í júní „Keppni í fótbolta fullorðinna sýnist mér að geti byrjað í júní,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, sem var gestur í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. 17. apríl 2020 18:00
Mögulegt að fleiri en hundrað manns geti mætt á fyrstu leiki sumarsins Víðir Reynisson var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi m.a. um áhorfendafjölda á fyrstu leikjum Íslandsmótsins. 17. apríl 2020 15:46