Bruno Fernandes var farinn að ógna meti Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki með Swansea City vorið 2012 en til hægri er Bruno Fernandes að fagna marki með Manchester United. Samsett/Getty Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Bruno Fernandes hefur byrjað frábærlega með liði Manchester United eftir að enska félagið keypti hann í janúar frá Sporting Lissabon. Svo vel að hann var farinn að ógna athyglisverðu meti sem Gylfi Þór Sigurðsson deilir. Innkoma Gylfa Þórs Sigurðssonar í ensku úrvalsdeildina tímabilið 2011 til 2012 var nefnilega söguleg. Hann eignaðist þá metið yfir að eiga þátt í flestum mörkum í ensku úrvalsdeildinni á einu tímabili þegar leikmaðurinn kemur ekki til liðsins fyrr en í janúar. Swansea fékk Gylfa að láni í janúar 2012 frá þýska félaginu Hoffenheim og Gylfi kláraði tímabilið með velska félaginu. Gylfi átti þátt í tíu mörkum í átján leikjum fram á vor. Gylfi skoraði sjö mörk og fékk skráðar þrjár stoðsendingar. Most direct goal involvements from midfield January signings in the PL: Gylfi Sigurdsson (10 in 18 games) Juan Mata (10 in 15 games)Bruno Fernandes is on 5 in 5. pic.twitter.com/MaoZy6tBC1— Statman Dave (@StatmanDave) March 14, 2020 Gylfi lagði upp mark í fyrsta leik og var síðan bæði með mark og stoðsendingu í 2-1 sigri á West Brom. Gylfi var síðan með tvö mörk í leikjum á móti Wigan og Fulham í marsmánuði og var á endanum kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í mars 2012. Gylfi átti þetta met einn þar til að Juan Mata kom til Manchester United frá Chelsea á miðju 2013-14 tímabilinu. Mata átti þá þátt í tíu mörkum í fimmtán leikjum með United, skoraði sex mörk sjálfur en gaf einnig fjórar stoðsendingar. Bruno Fernandes var á góðri leið með að ná þeim félögum því hann var búinn að koma að fimm mörkum í fyrstu fimm deildarleikjum sínum með Manchester United og liðið á enn níu leiki eftir. Bruno var síðan valinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í febrúar og er orðinn algjör hetja á Old Trafford. Nú er að sjá hvort að enska úrvalsdeildin verði kláruð í sumar og hvort að Portúgalinn verði þá áfram í sama formi. Bruno Fernandes hefur i það minnsta möguleika á að jafna eða bæta met Gylfa og Mata haldi hann áfram á sömu braut.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira