Einmanalegur Gullni hringur í gegnum linsu Villa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2020 12:00 Fá pör urðu á vegi ljósmyndara Vísis á Gullna hringnum í gær. Þetta hestapar beið þess að fá hestanammið sitt sem hefur væntanlega verið af skornum skammti undanfarnar vikur. Vísir/Vilhelm Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira
Það var frekar einmannalegt á Gullna hringnum þegar Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var þar á ferð í gær. Þeir fáu sem urðu á vegi hans voru flestir Íslendingar í sóttkví í sumarhúsum ásamt einum og einum ferðamanni. Tíu mynda syrpu Villa má sjá að neðan. Hált var á Mosfellsheiðinni en umferð svo lítil að enginn vandi var fyrir ljósmyndara að stöðva bílinn úti á miðjum vegi eitt augnablik á meðan myndin var tekin.Vísir/Vilhelm Það var ekki barist um að skoða útsýnisskífuna við Þingvelli í gær. Útsýnið var þó með besta móti enda heiðskírt þótt kalt væri í veðri. Vísir/Vilhelm Almannagjá var sem áður opin almenningi þótt afar fáir nýti sér það þessa dagana.Vísir/Vilhelm Laugarvatnshellir er vinsælt stopp á Lyngdalsheiðinni á leiðinni frá Þingvöllum yfir á Laugarvatn.Vísir/Vilhelm Lokað er í Fontana á Laugarvatni á meðan hertum aðgerðum almannavarna stendur. Vatnið var samt fallegt og bíður eftir því að einhver baði sig í því.Vísir/Vilhelm Jæja, það hlaut að koma að því að ljósmyndari Vísis, sem var farið að líða eins og Palla í frægri bók, hitti annað fólk. Þessi tvö nutu þess vonandi að hafa Gullfoss útaf fyrir sig.Vísir/Vilhelm Gullfossi gæti ekki verið meira sama um kórónuveirufaraldur. Hann klæðir sig alltaf upp sama hvert tilefnið er.Vísir/Vilhelm Þessir hestar voru fljótir að bregðast við þegar ljósmyndari stöðvaði bíl sinn á milli Gullfoss og Geysissvæðisins. Hver vill ekki smá nammi á þessum skrýtnu tímum?Vísir/Vilhelm Margur hefur tyllt sér á þennan bekk, tekið utan um samferðafélaga og fylgst með Strokki sýna listir sínar. Ekki í gær.Vísir/Vilhelm Það var afar umdeilt á sínum tíma þegar farið var að rukka fyrir aðgang að Kerinu. Enginn bíll var á bílastæðinu við Kerfið upp úr hádegi í gærVísir/Vilhelm
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þingvellir Ljósmyndun Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Sjá meira