City í áfalli yfir að Liverpool vilji þá úr Meistaradeildinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 15:00 Liverpool er með 25 stiga forskot á Manchester City á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty Manchester City er í áfalli yfir því að Liverpool vilji ekki að félagið fái að keppa í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Í síðasta mánuði var City dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota á reglum Knattspyrnusambands Evrópu á reglum um fjárhagslega háttvísi. City áfrýjaði dóminum til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS, fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp. Í gær bárust fréttir af því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar vilji ekki að City fái þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili og sendu beiðni til CAS þess efnis. Einu félögin sem voru mótfallin því að City yrði sett í bann voru Sheffield United og auðvitað City. Samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla er City afar undrandi og í áfalli yfir því að Liverpool vilji ekki að Englandsmeistararnir taki þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku deildarinnar og City finnst skrítið að toppliðið sé í hópi þeirra sem vilja þá úr Meistaradeildinni. Það sé hins vegar skiljanlegt að liðin fyrir neðan City setji sig upp á móti því að Manchester-liðið keppi í Meistaradeildinni. Talsverðar líkur eru taldar á því að áfrýjun City verði ekki tekin fyrir byrjun næsta tímabils í Meistaradeildinni. Líkt og aðrar keppnir hefur Meistaradeildin verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Félögin sem vilja fá City úr Meistaradeildinni ku vera búin að fá sig fullsadda af því að félagið komist upp með að fara á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi án þess að fá refsingu. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Manchester City er í áfalli yfir því að Liverpool vilji ekki að félagið fái að keppa í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Í síðasta mánuði var City dæmt í tveggja ára bann frá Meistaradeildinni vegna brota á reglum Knattspyrnusambands Evrópu á reglum um fjárhagslega háttvísi. City áfrýjaði dóminum til Alþjóðaíþróttadómstólsins, CAS, fljótlega eftir að dómurinn var kveðinn upp. Í gær bárust fréttir af því að átta af tíu efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar vilji ekki að City fái þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta tímabili og sendu beiðni til CAS þess efnis. Einu félögin sem voru mótfallin því að City yrði sett í bann voru Sheffield United og auðvitað City. Samkvæmt fréttum enskra fjölmiðla er City afar undrandi og í áfalli yfir því að Liverpool vilji ekki að Englandsmeistararnir taki þátt í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Liverpool er með 25 stiga forskot á toppi ensku deildarinnar og City finnst skrítið að toppliðið sé í hópi þeirra sem vilja þá úr Meistaradeildinni. Það sé hins vegar skiljanlegt að liðin fyrir neðan City setji sig upp á móti því að Manchester-liðið keppi í Meistaradeildinni. Talsverðar líkur eru taldar á því að áfrýjun City verði ekki tekin fyrir byrjun næsta tímabils í Meistaradeildinni. Líkt og aðrar keppnir hefur Meistaradeildin verið sett á ís vegna kórónuveirufaraldursins. Félögin sem vilja fá City úr Meistaradeildinni ku vera búin að fá sig fullsadda af því að félagið komist upp með að fara á svig við reglur UEFA um fjárhagslega háttvísi án þess að fá refsingu.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira