Mögulega mikilvægasti leikur körfuboltans fór fram á þessum degi fyrir 41 ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2020 17:00 Larry Bird hjá Indiana State og Magic Johnson hjá Michigan State í úrslitaleik bandaríska háskólakörfuboltans 26. mars 1979. Getty/ James Drake Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Margir hafa slegið því fram að Larry Bird og Magic Johnson hafi í sameiningu bjargað NBA deildinni úr erfiðri stöðu þegar þeir komu inn í deildina í upphafi níunda áratugarins. Það sem hjálpaði til var að þeir Magic og Bird voru orðnir erkifjendur áður en þeir mættust með liðum sínum Los Angeles Lakers og Boston Celtis. Kapparnir höfðu einnig spilað um titilinn í bandaríska háskólakörfuboltanum. Auðvitað hjálpaði mikið að þeir skyldu enda með tveimur af frægustu og sigursælustu liðum NBA-deildarinnar og á sitthvorri ströndinni. Það var samt annað sem skipti miklu máli og sá til þess að allir vissu hverjir Magic Johnson og Larry Bird voru þegar þeir mættu í NBA. This Day In 1979: The most important game in basketball history. Larry vs Magic, 1979 NCAA Final. It launched March Madness and might have saved the NBA. It is also the highest rated basketball game in TV history. pic.twitter.com/hlnPOz2W6a— Darren Rovell (@darrenrovell) March 26, 2020 Upphafið af einvígi Bird og Magic má nefnilega rekja til úrslitaleik bandaríska háskólaboltans sem fór fram á þessum degi árið 1979 eða fyrir 41 ári síðan. Larry Bird var þá búinn að gera ótúlega hluti með Indiana State og komst alla leið í úrslitaleikinn á móti Magic Johnson og félögum í Michigan State. Magic Johnson og félagar í Michigan State unnu úrslitaleikinn 75-64 eftir að hafa verið 37-28 yfir í hálfleik. Magic var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaleiksins þar sem hann var með 24 stig og hitti úr 8 af 15 skotum. Today in Sports History- 1979: Two legends meet at MSU, Magic Johnson cages Larry Bird in the NCAA final. This is the last college game for both players, but the beginning of their NBA rivalry. https://t.co/sVwTEijLEZ pic.twitter.com/Is788NrP98— Perform-X (@PerformXSports) March 26, 2020 Larry Bird var búinn að skora yfir þrjátíu stig í sjö leikjum í röð á leiðinni í úrslitaleikinn en hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna og endaði með 19 stig. Hann tók samt 13 fráköst eða meira en allir aðrir á vellinum. Áhuginn var gríðarlegur á úrslitaleiknum en hvorki fyrr eða síðar hafa fleiri horft á úrslitaleik í háskólaboltanum. 38 prósent sjónvarpstækja í Bandaríkjunum voru að horfa á leikinn þetta kvöld. watch on YouTube Magic Johnson sló í gegn á fyrsta ári í NBA deildinni og varð NBA-meistari ári seinna eftir að hafa fyllt í skarð Kareem Abdul-Jabbar í lokaleiknum og endaði með 42 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar. Larry Bird vann NBA-titilinn ári síðan og lið þeirra mættust síðan þrisvar sinnum í eftirminnilegum úrslitaeinvígum á níunda áratugnum. Larry Bird endaði með þrjá meistaratitla (1981, 1984, 1986) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1984–1986). Magic Johnson endaði með fimm meistaratitla (1980, 1982, 1985, 1987, 1988) og var þrisvar sinnum kosinn besti leikmaður NBA deildarinnar (1987, 1989, 1990). Í sameiningu leiddu þeir NBA deildina út úr skuggastrætum áttunda áratugarins og gerðu hana að einni vinsælustu deild í heimi. Hér fyrir neðan má sjá allan þennan sögulega leik fyrir nákvæmlega 41 ári síðan watch on YouTube
NBA Einu sinni var... Bandaríkin Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira