Óljóst hvort leiguverð lækki nú þegar ógrynni Airbnb íbúða fer í langtímaleigu Eiður Þór Árnason skrifar 27. mars 2020 11:05 Bergþóra Baldursdótttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, segir að fækkun ferðamanna hafi mikil áhrif á framboð húsnæðis. Vísir/Vilhelm - aðsend Heimsfaraldur kórónuveiru hefur snert fjölmörg svið samfélagsins en fá jafnmikið og ferðalög. Ferðamönnum á Íslandi hefur fækkað gríðarlega á stuttum tíma og hafa flestir aðilar sem þjónusta ferðamenn á einn eða annað hátt þurft að taka á sig mikinn skell. Fólk sem heldur úti eignum í skammtímaleigu á borð við Airbnb er þar engin undantekning. Séu leigusíður nú skoðaðar blasir við ógrynni nýlegra leigukosta sem eru oft á tíðum fullbúnar íbúðir eða herbergi laus með skömmum fyrirvara. Inn á milli birtast myndir af keimlíkum húsgögnum og vel útbúnum svefnherbergjum með handklæði á rúmum. Ég spái því að þeim Íslendingum, muni fjölga hratt næstu vikurnar, sem eru með mynd af Eiffelturninum heima hjá sér.— Gústaf Hannibal (@gustafhannibal) March 26, 2020 „Vegna Covid ástandsins þá er herbergið laust frá miðjum/lok apríl“ segir ein skráningin með afdráttarlausum hætti og fyrir ofan hana bjóðast stjórnendur leiguvefs til þess að aðstoða húsnæðiseigendur við að færa íbúðir úr ferðamannaleigu og inn á hinn almenna markað. Einnig eru dæmi um að leigufélög séu í sérstökum herferðum og hafi samband við aðila sem séu með skráðar eignir á Airbnb. Sölvi Melax, formaður Samtaka skammtímaleigu á heimilum.Aðsend Mjög mikið af íbúðum að koma inn á almennan markað Sölvi Melax, formaður Samtaka skammtímaleigu á heimilum og framkvæmdastjóri Heimaleigu, segir mjög mikið af íbúðum sem hafi verið í skammtímaleigu á borð við Airbnb séu núna að koma inn á almennan leigumarkað, bæði tímabundið og til lengri tíma. „Bæði eru einhverjir sem ætla að hætta núna og sjá ekki fram á að fara aftur í skammtímaleigu og svo er töluvert um það að fólk sé að setja íbúðir tímabundið í langtímaleigu.“ Að sögn Sölva byrjuðu að sjást breytingar á þessum markaði fyrir nokkru síðan. „Þessi þróun byrjaði örugglega fyrir ári síðan þegar WOW air fór á hausinn og er búin að vera hægt og rólega síðan þá. Það hefur töluvert af fólki hætt þá og töluvert af fólki hætt eftir síðasta sumar.“ Misstu allar tekjurnar á einu bretti Eignum í skammtímaleigu fór svo að fækka hratt núna um miðjan marsmánuð. Í febrúar hafi margir byrjað að finna fyrir afbókunum kínverskra ferðamanna og í mars gaf Airbnb út að leigutökum sem og leigusölum væri leyfilegt að afbóka allar gistingar mánuð fram í tímann vegna faraldursins. „Mikið af fólki sem er bara á Airbnb lenti í því að þau misstu allar tekjurnar á einu bretti bara á örfáum dögum.“ Fjölmargar eignir í miðbæ Reykjavíkur hafa verið til skammtímaútleigu á Airbnb.Vísir/vilhelm Sölvi telur að margir ætli aftur að prófa skammtímaleiguna þegar birta fer til í ferðaþjónustunni. „Ég skynja markaðinn þannig í dag að flestir ætli að gera þetta tímabundið og haldi í vonina um að sumarið verði þokkalegt og að bókanir í sumar haldi sér.“ „En þetta breytist dag frá degi. Ef þú spyrð mig eftir viku þá má vera að það verði allt annað svar.“ Allur gangur á því hversu mikil tekjulækkun er um að ræða Misjafnt sé hversu mikið tekjutap eigendur séu að horfa upp á þegar þeir færa sig yfir í langtímaleigu. „Auðvitað er fólk yfirleitt í skammtímaleigu því þú getur fengið töluvert meiri tekjur þar en þegar þú ert í skammtímaleigu þá eru sveiflurnar meiri. Það er kannski rosa mikið högg ef tveir mánuðir eru tekjulausir á meðan langtímaleigan færir stöðugri tekjur,“ segir Sölvi. Seinni tíma bókanir geti líka komið í veg fyrir að húsnæðiseigendur geti leigt út til langs tíma. Sölvi bætir við að aðrir þættir en lægð í ferðaþjónustu geti líka haft áhrif á framboð íbúða í skammtímaleigu. Til að mynda sé töluvert um það að Íslendingar séu núna að koma heim til landsins og leita sér að húsnæði í nokkra mánuði. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.aðsend Óljóst hvort eftirspurn eftir eignum í langtímaleigu sé að aukast Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, telur að um sé að ræða framhald af þróun sem var þegar hafin. „Það er aukning í langtímaleiguíbúðunum og aukning bara í íbúðum sem eru að koma á sölu sem voru greinilega Airbnb íbúðir. Við erum að sjá rosalega mikið undanfarið ár sirka eftir að ferðamönnum fór að fækka, eftir að WOW air fór á hausinn og eftir að þeim ferðamönnum sem eyddu sem minnstum pening fór að fækka. Þá er maður búinn að sjá bæði á íbúðamarkaðnum og leigumarkaðnum að Airbnb íbúðirnar séu að koma inn svo þetta er kannski eitthvað framhald af því.“ Ekki liggur fyrir hvort eftirspurn eftir íbúðum í langtímaleigu sé að aukast samhliða meira framboði. „Það var rosalega mikil eftirspurn á leigumarkaði og lítið framboð þegar Airbnb var sem hæst en ég hef ekkert skoðað þetta sérstaklega neitt núna í þessu ástandi. Maður veit ekki alveg hvernig eftirspurnin er núna eftir íbúðum í langtímaleigu, fólk er kannski svolítið að bíða og sjá, halda að sér höndum og svo framvegis.“ Bæði Bergþóra og Sölvi sögðust hafa heyrt nýleg dæmi um það að fólk ætti erfitt með að leigja út íbúðir sínar.Vísir/vilhelm Erfitt að segja hvort breytingin lækki leiguverð Bergþóra segir lítið hægt að segja til um það strax hvort þessi breyting sem hafi átt sér stað síðustu vikur eigi eftir að hafa áhrif á leiguverð. „Þetta fer eiginlega svolítið eftir ástandinu. Jú, svona miðað við framboð og eftirspurn, ef framboð er að aukast og eftirspurnin er minni út af þessu öllu þá finnst mér líklegt að leiguverð lækki eitthvað en þetta er svo stuttur tími. Ef þetta eru bara tveir, þrír, fjórir mánuðir þá held ég að við munum ekkert sjá það í gögnunum að leiguverð sé að lækka eða íbúðaverð, það fer eiginlega bara svolítið eftir ástandinu.“ Áhrifin komi betur í ljós seinna. Bæði Bergþóra og Sölvi sögðust hafa heyrt nýleg dæmi um það að fólk ætti erfitt með að leigja út íbúðir sínar og grípi til þess ráðs að lána þær endurgjaldslaust, til að mynda til fólks sem þurfi að vera í sóttkví. „Þannig að ég held að það sé ekkert rosalega mikil eftirspurn á leigumarkaðnum akkúrat núna. Svo breytist það náttúrulega mjög fljótt. Um leið og það fer aðeins að batna ástandið hérna og væntingarnar hjá fólki fara upp og svona þá fer þetta örugglega allt í eðlilegt horf aftur,“ segir Bergþóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Heimsfaraldur kórónuveiru hefur snert fjölmörg svið samfélagsins en fá jafnmikið og ferðalög. Ferðamönnum á Íslandi hefur fækkað gríðarlega á stuttum tíma og hafa flestir aðilar sem þjónusta ferðamenn á einn eða annað hátt þurft að taka á sig mikinn skell. Fólk sem heldur úti eignum í skammtímaleigu á borð við Airbnb er þar engin undantekning. Séu leigusíður nú skoðaðar blasir við ógrynni nýlegra leigukosta sem eru oft á tíðum fullbúnar íbúðir eða herbergi laus með skömmum fyrirvara. Inn á milli birtast myndir af keimlíkum húsgögnum og vel útbúnum svefnherbergjum með handklæði á rúmum. Ég spái því að þeim Íslendingum, muni fjölga hratt næstu vikurnar, sem eru með mynd af Eiffelturninum heima hjá sér.— Gústaf Hannibal (@gustafhannibal) March 26, 2020 „Vegna Covid ástandsins þá er herbergið laust frá miðjum/lok apríl“ segir ein skráningin með afdráttarlausum hætti og fyrir ofan hana bjóðast stjórnendur leiguvefs til þess að aðstoða húsnæðiseigendur við að færa íbúðir úr ferðamannaleigu og inn á hinn almenna markað. Einnig eru dæmi um að leigufélög séu í sérstökum herferðum og hafi samband við aðila sem séu með skráðar eignir á Airbnb. Sölvi Melax, formaður Samtaka skammtímaleigu á heimilum.Aðsend Mjög mikið af íbúðum að koma inn á almennan markað Sölvi Melax, formaður Samtaka skammtímaleigu á heimilum og framkvæmdastjóri Heimaleigu, segir mjög mikið af íbúðum sem hafi verið í skammtímaleigu á borð við Airbnb séu núna að koma inn á almennan leigumarkað, bæði tímabundið og til lengri tíma. „Bæði eru einhverjir sem ætla að hætta núna og sjá ekki fram á að fara aftur í skammtímaleigu og svo er töluvert um það að fólk sé að setja íbúðir tímabundið í langtímaleigu.“ Að sögn Sölva byrjuðu að sjást breytingar á þessum markaði fyrir nokkru síðan. „Þessi þróun byrjaði örugglega fyrir ári síðan þegar WOW air fór á hausinn og er búin að vera hægt og rólega síðan þá. Það hefur töluvert af fólki hætt þá og töluvert af fólki hætt eftir síðasta sumar.“ Misstu allar tekjurnar á einu bretti Eignum í skammtímaleigu fór svo að fækka hratt núna um miðjan marsmánuð. Í febrúar hafi margir byrjað að finna fyrir afbókunum kínverskra ferðamanna og í mars gaf Airbnb út að leigutökum sem og leigusölum væri leyfilegt að afbóka allar gistingar mánuð fram í tímann vegna faraldursins. „Mikið af fólki sem er bara á Airbnb lenti í því að þau misstu allar tekjurnar á einu bretti bara á örfáum dögum.“ Fjölmargar eignir í miðbæ Reykjavíkur hafa verið til skammtímaútleigu á Airbnb.Vísir/vilhelm Sölvi telur að margir ætli aftur að prófa skammtímaleiguna þegar birta fer til í ferðaþjónustunni. „Ég skynja markaðinn þannig í dag að flestir ætli að gera þetta tímabundið og haldi í vonina um að sumarið verði þokkalegt og að bókanir í sumar haldi sér.“ „En þetta breytist dag frá degi. Ef þú spyrð mig eftir viku þá má vera að það verði allt annað svar.“ Allur gangur á því hversu mikil tekjulækkun er um að ræða Misjafnt sé hversu mikið tekjutap eigendur séu að horfa upp á þegar þeir færa sig yfir í langtímaleigu. „Auðvitað er fólk yfirleitt í skammtímaleigu því þú getur fengið töluvert meiri tekjur þar en þegar þú ert í skammtímaleigu þá eru sveiflurnar meiri. Það er kannski rosa mikið högg ef tveir mánuðir eru tekjulausir á meðan langtímaleigan færir stöðugri tekjur,“ segir Sölvi. Seinni tíma bókanir geti líka komið í veg fyrir að húsnæðiseigendur geti leigt út til langs tíma. Sölvi bætir við að aðrir þættir en lægð í ferðaþjónustu geti líka haft áhrif á framboð íbúða í skammtímaleigu. Til að mynda sé töluvert um það að Íslendingar séu núna að koma heim til landsins og leita sér að húsnæði í nokkra mánuði. Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka.aðsend Óljóst hvort eftirspurn eftir eignum í langtímaleigu sé að aukast Bergþóra Baldursdóttir, hagfræðingur hjá Íslandsbanka, telur að um sé að ræða framhald af þróun sem var þegar hafin. „Það er aukning í langtímaleiguíbúðunum og aukning bara í íbúðum sem eru að koma á sölu sem voru greinilega Airbnb íbúðir. Við erum að sjá rosalega mikið undanfarið ár sirka eftir að ferðamönnum fór að fækka, eftir að WOW air fór á hausinn og eftir að þeim ferðamönnum sem eyddu sem minnstum pening fór að fækka. Þá er maður búinn að sjá bæði á íbúðamarkaðnum og leigumarkaðnum að Airbnb íbúðirnar séu að koma inn svo þetta er kannski eitthvað framhald af því.“ Ekki liggur fyrir hvort eftirspurn eftir íbúðum í langtímaleigu sé að aukast samhliða meira framboði. „Það var rosalega mikil eftirspurn á leigumarkaði og lítið framboð þegar Airbnb var sem hæst en ég hef ekkert skoðað þetta sérstaklega neitt núna í þessu ástandi. Maður veit ekki alveg hvernig eftirspurnin er núna eftir íbúðum í langtímaleigu, fólk er kannski svolítið að bíða og sjá, halda að sér höndum og svo framvegis.“ Bæði Bergþóra og Sölvi sögðust hafa heyrt nýleg dæmi um það að fólk ætti erfitt með að leigja út íbúðir sínar.Vísir/vilhelm Erfitt að segja hvort breytingin lækki leiguverð Bergþóra segir lítið hægt að segja til um það strax hvort þessi breyting sem hafi átt sér stað síðustu vikur eigi eftir að hafa áhrif á leiguverð. „Þetta fer eiginlega svolítið eftir ástandinu. Jú, svona miðað við framboð og eftirspurn, ef framboð er að aukast og eftirspurnin er minni út af þessu öllu þá finnst mér líklegt að leiguverð lækki eitthvað en þetta er svo stuttur tími. Ef þetta eru bara tveir, þrír, fjórir mánuðir þá held ég að við munum ekkert sjá það í gögnunum að leiguverð sé að lækka eða íbúðaverð, það fer eiginlega bara svolítið eftir ástandinu.“ Áhrifin komi betur í ljós seinna. Bæði Bergþóra og Sölvi sögðust hafa heyrt nýleg dæmi um það að fólk ætti erfitt með að leigja út íbúðir sínar og grípi til þess ráðs að lána þær endurgjaldslaust, til að mynda til fólks sem þurfi að vera í sóttkví. „Þannig að ég held að það sé ekkert rosalega mikil eftirspurn á leigumarkaðnum akkúrat núna. Svo breytist það náttúrulega mjög fljótt. Um leið og það fer aðeins að batna ástandið hérna og væntingarnar hjá fólki fara upp og svona þá fer þetta örugglega allt í eðlilegt horf aftur,“ segir Bergþóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Húsnæðismál Mest lesið Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Strætómiðinn dýrari Neytendur Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira