Goðsögn LA Rams líkir nýja merki liðsins við typpi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 16:00 Los Angeles Rams goðsögnin Eric Dickerson tekur sjálfu með stuðningsmönnum félagsins. Getty/Alika Jenner NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020 NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020
NFL Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira