Goðsögn LA Rams líkir nýja merki liðsins við typpi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2020 16:00 Los Angeles Rams goðsögnin Eric Dickerson tekur sjálfu með stuðningsmönnum félagsins. Getty/Alika Jenner NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020 NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Rams er að flytja á nýjan glæsilegan leikvang í úthverfi Los Angeles í haust og félagið ákvað að markaðssetja liðið upp á nýtt með nýju merki. Það eru hins vegar ekki allir sáttir með það og þar á meðal ein stærsta goðsögnin í sögu Hrútanna. Eric Dickerson var dögunum valinn í hundrað ára úrvalslið NFL-deildarinnar sem einn af tólf bestu hlaupurum sögunnar. Hann ræddi nýja merkið í viðtali við Los Angeles Times. Nýja merki Los Angeles Rams er skammstöfunin LA þar sem A-ið myndar um leið horn á hrúti. Eric Dickerson finnst að merkið ætti frekar að vera merki Los Angeles Chargers liðsins sem mun deila nýja leikvanginum í Inglewood með Los Angeles Rams. The ?????? ?????????????? Rams pic.twitter.com/qyspVxoHWX— Los Angeles Rams (@RamsNFL) March 23, 2020 „Ef þú segðir mér að þetta sé merki Chargers liðsins þá myndi ég svara að þetta væri svo sem í lagi. Stuðningsmennirnir okkar hata það. Þeir eru ekki hrifnir. Það eru þeir sem munu vera með það á sér. Fólkið á skrifstofunni klæðast því en þau kaupa þau ekki,“ sagði Eric Dickerson við Los Angeles Times. „Sumir segja að það líti út eins og typpi og það gerir það. Það segir svo margt. Það ætti að vera nóg svo að fólkið hjá Rams viðurkenni að þau hafi gert mistök,“ sagði Eric Dickerson Eric Dickerson on new Rams logo: It looks like a penis https://t.co/VZWm0bvmlu @FourVerts pic.twitter.com/FVt8wWesYY— NY Daily News Sports (@NYDNSports) March 26, 2020 Eric Dickerson var hlaupari hjá Los Angeles Rams á árunum 1983 til 1987 og var efstur í hlaupametrum í deildinni á þremur af þessum fjórum tímabilum og þá var hann fjórum sinnum valinn í lið ársins á þessum árum sínum hjá Rams. Eric Dickerson gerði meira en það því tímabilið 1984 setti hann met sem stendur enn þegar hann hljóp með boltann 2105 jarda og bætti þá met O. J. Simpson. Eric Dickerson var tekinn inn í frægðarhöllina árið 1999 en hann hefur alltaf verið óhræddur að segja skoðun sína á opinberum vettvangi og er vinsæll viðmælandi í bandarískum íþróttafjölmiðlum. Þetta er samt örugglega í fyrsta sinn sem merki íþróttaliðs þykir minna menn á getnaðarlim en sýnir svart á hvítu hvað Eric Dickerson og fleiri eru ósáttir með þetta nýja merki félagsins. .@RamsNFL fans, I reviewed your comments regarding our new logos and share in your disappointment. I ll be speaking with the Rams on our behalf. Please like if you prefer the logo on the left and retweet to vote for the logo on the right (Rams booster club).-The Rambassador pic.twitter.com/wZuzCzwdER— Eric Dickerson (@EricDickerson) March 25, 2020
NFL Mest lesið „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti „Við erum ekki á góðum stað“ Sport Brassi tekur við af Billups Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti Leeds afgreiddi West Ham Enski boltinn Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill Sport Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Belgarnir hennar Betu fengu skell Fótbolti Fleiri fréttir Brassi tekur við af Billups Skórnir gætu farið í hilluna hjá Hill „Við erum ekki á góðum stað“ „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Afturelding komst upp að hlið Hauka Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Lárus Orri framlengir á Skaganum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Úrvalsdeildin hefst á morgun: Alexander mætir mömmu sinni í fyrsta leik Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Sjá meira