Skrifaði undir stærsta björgunarpakka sögunnar Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2020 21:12 Donald Trump og repúblikanar fögnuðu áfanganum í Hvíta húsinu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir stærsta björgunarpakka fyrir fyrirtæki, launafólk og heilbrigðisþjónustu í sögu Bandaríkjanna. Pakkinn hljóðar upp á 2,2 biljónir dala og felur hann meðal annars í sér um 150 milljóna beingreiðslur til bandarískra heimila. Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið verulega niður á efnahagi Bandaríkjanna, eins og í öðrum ríkjum, en staðfest tilfelli eru hvergi fleiri en þar í landi. Í síðustu viku sóttu 3,3 milljónir Bandaríkjamanna um atvinnuleysisbætur og er það mun meira en sést hefur áður. Sjá einnig: Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Markmið björgunarpakkans er að draga úr efnahagslegu höggi kórónuveiruheimsfaraldursins. Minnkandi umsvif og eftirspurn í hagkerfinu hefur þegar leitt til þess að fyrirtæki hafa sagt upp starfsfólki eða lækkað starfshlutfall þess og fjölgar þeim nú hratt sem sækja um atvinnuleysisbætur. Sjá einnig: Stærsti björgunarpakki sögunnar samþykktur á Bandaríkjaþingi Skömmu áður en Trump skrifaði undir frumvarpið beitti hann neyðarlögum til að þvinga fyrirtækið General Motors til að framleiða öndunarvélar. Þær eru mikilvægar vegna Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Viðræður hafa átt sér stað á milli Hvíta hússins og GM en Trump sagði í kvöld að forsvarsmenn fyrirtækisins væru að sóa tíma. Því beitti hann neyðarlögunum. Sérfræðingar segja Bandaríkin þurfa hundruð þúsunda öndunarvéla á næstunni. Trump sjálfur hafði þó þar til í dag, gefið í skyn að þörfin væri ekki jafn mikil og haldið væri fram. Sjá einnig: Trump efast um þörf fyrir mikinn fjölda öndunarvéla Miklar deilur urðu á Bandaríkjaþingi í dag eftir að Thomas Massie, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kentucky, þvingaði alla þingmenn til að ferðast frá heimilum sínum í til Washington DC til að greiða atkvæði um frumvarpið. Massie er mótfallinn björgunarpakkanum og segir að verið sé að eyða of miklu opinberu fé. Trump gagnrýndi þingmanninn harðlega á Twitter í dag og sagði að réttast væri að víkja honum úr Repúblikanaflokknum. ...& costly. Workers & small businesses need money now in order to survive. Virus wasn t their fault. It is HELL dealing with the Dems, had to give up some stupid things in order to get the big picture done. 90% GREAT! WIN BACK HOUSE, but throw Massie out of Republican Party!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 27, 2020
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira