Brunavarnir Árnessýslu sinna nú útkalli vegna elds sem kom upp í húsi utan við Stokkseyri.
Mikill eldur var í húsinu, sem er tveggja hæða sveitabær utan við Stokkseyri, þegar slökkvilið bar að garði. Að sögn Péturs Péturssonar slökkviliðsstjóra var mikill hiti í húsinu og hrunið á milli hæða.
Ekki er búið í húsinu sem er einangrað með eldfimum efnum eins og tíðkaðist þegar húsið var byggt, því verða reykkafarar ekki sendir inn og miðast slökkvistarf við ytra slökkvistarf.
Þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn var ekki ljóst hvort að einhver væri inni í húsinu á meðan eldurinn logaði en í ljós kom að svo væri ekki og urðu engin slys á fólki að sögn Péturs.
Um tuttugu slökkviliðsmenn frá Selfossi og Hveragerði koma nú að slökkvistarfi sem mun standa í nokkurn tíma að sögn slökkviliðsstjórans.
Fréttin hefur verið uppfærð