Innlent

Víðir, Ey­þór, Vig­dís, Brynjar og Helga Vala meðal gesta í Bítinu

Atli Ísleifsson skrifar
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins.
Gulli Helga og Heimir Karls eru umsjónarmenn Bítisins. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, var meðal gesta Bítismanna í þætti dagsins.

Klippa: Bítið - Víðir Reynisson

Þátturinn hefst klukkan 6:50 og er hægt að fylgjast með honum á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni alla virka morgna. Sjónvarpsþættinum lýkur klukkan 9, en þátturinn heldur svo áfram á Bylgjunni til klukkan 10.

Klippa: Bítið - Eyþór Arnalds og Vigdís Hauksdóttir

Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, og Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, mættu einnig í þáttinn, auk þingmannanna Helgu Völu Helgadóttur og Brynjars Níelssonar.

Klippa: Bítið - Brynjar Níelsson og Helga Vala Helgadóttir

Einnig var slegið á þráðinn til Heimis Hallgrímssonar, fyrrverandi þjálfara karlalandsliðsins í fótbolta.

Klippa: Bítið - Heimir Hallgrímsson

Þeir Heimir og Gulli ræddu einnig við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og Björg Berg Gunnarsson, deildarstjóra Greiningar og fræðslu Íslandsbanka, en hann ræddi um hvort að það sé góð hugmynd að taka út séreignarsparnaðinn vegna Covid-19 veirunnar.

Klippa: Bítið - Sigurður Hannesson og Hermann Jónasson
Klippa: Bítið - Björn Berg Gunnarsson



Að lokum heyrðu Bítismenn í Ágústu Evu Gunnarsdóttur, og frumsýndu í leið myndband með hljómsveit hennar, Sycamore Tree.

Klippa: Bítið - Ágústa Eva Gunnarsdóttir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×