Fyrrum NFL-leikmaður er nú læknir í fremstu röð í baráttunni við COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 10:45 Myron Rolle þegar hann var leikmaður Tennessee Titans liðsins í NFL-deildinni. Getty/Grant Halverson Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle. NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira
Myron Rolle, er lærður taugaskurðlæknir, og er nú á sínu þriðja starfsári á Massachusetts General Hospital í Boston borg. Staðan er hins vegar sú núna að flestir eru komnir með COVID-19 sjúkdóminn á verkefnalistann sinn. „Taugaskurðlækningadeildinni okkar hefur verið breytt í deild fulla af COVID-19 sjúklingum. Það er mikið að gera hjá okkur öllum,“ sagði Myron Rolle í viðtali við ESPN. Leikmenn NFL-deildarinnar eru ekki þekktir fyrir að fórna sæti í deildinni fyrir læknisnám og því hefur saga Myron Rolle vakið talsverða athygli. As a third-year neurosurgery resident, Myron Rolle is teaming up against his toughest opponent yet: coronavirus. https://t.co/0fEa6uy2IP— USA TODAY Sports (@usatodaysports) March 29, 2020 Myron Rolle var stjörnuleikmaður hjá Florida State háskólanum og sló í gegn sem öryggismaður (safety) í vörninni. Rolle dreymdi um að vera valinn í fyrstu umferð nýliðavalsins i NFL-deildinni en hann átti sér líka annan draum. Rolle sleppti lokatímabilinu hjá Florida State og fór í staðinn á Rhodes skólastyrk við Oxford háskólann þar sem hann eyddi öllu lokaárinu í háskóla. NFL-liðið Tennessee Titans valdi hann samt í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2010 og hann spilaði síðan í þrjú tímabil í NFL-deildinni, fyrst frá 2010 til 2011 með Tennessee Titans og svo með Pittsburgh Steelers árið 2012. Former Titans DB Myron Rolle left the NFL to attend medical school back in 2013.Now, Rolle is a neurosurgery resident who is seeing the impact COVID-19 is having on the healthcare industry. pic.twitter.com/hGj9B8mJva— ESPN (@espn) March 28, 2020 Hann tók síðan þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna árið 2013, þá 27 ára gamall og snéri sér í staðinn að læknisnáminu. „Fótboltinn er samt enn í blóðinu. Ég vakna enn á morgnanna og hugsa mér að skurðstofan sé eins og fótboltaleikur. Þar er sýningartími og maður þarf að standa sig. Ég þarf að gera það sem fólk þarfnast af mér því fólk treystir á okkur núna,“ sagði Myron Rolle. „Þetta er tíminn fyrir okkur að hjálpa veiku fólki. Það hvetur mig áfram til að halda áfram að keyra mig áfram á hverjum degi,“ sagði Myron Rolle.
NFL Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Handbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Sjá meira