Heimilisköttur í Belgíu greindur með kórónuveiruna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. mars 2020 17:09 COVID-19 greindist í heimilisketti í Belgíu. Getty/Frank Rumpenhorst „Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“ Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
„Sjúkdómar sem geta snert okkur mannfólkið geta farið í dýr og öfugt en í þessu tilfelli þá eru dýrin ekki neinn verulegur partur af smitkeðjunni heldur virðist í ákveðnum einstaklingum ná að fara yfir í dýrið,“ sagði Hanna Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum í Garðabæ, en heimilisköttur í Belgíu greindist með kórónuveirusmit um helgina og er þetta ekki fyrsta skipti sem kórónuveiran greinist í gæludýri. Rætt var við Hönnu í Reykjavík Síðdegis í gær. „Í þessu tilfelli, þó það hafi ekki verið hjá hundunum sem hafa fundist, þá virðist kötturinn allavega hafa verið með einkenni, bæði í öndunar- og meltingarvegi. Hann greindist í kring um 18. mars og það er ennþá verið að fylgjast með þessum ketti. Miðað við þær upplýsingar sem ég hef er hann á batavegi en það finnst ekki smit frá honum,“ sagði Hanna og sagði að veiran hafi ekki fundist í vessum kattarins þannig að hann smiti ekki út frá sér. Hún sagði að svipaða sögu væri hægt að segja um SARS veiruna sem reið yfir Kína árið 2003. Þá hafi veiran fundist í heimilisdýrum en þau hafi ekki smitað út frá sér. Þetta er ekki fyrsta tilfelli þess að kórónuveiran finnst í gæludýri en erfðaefni vírussins fannst í tveimur hundum í Hong Kong en þeir eru báðir gæludýr einstaklinga sem voru með veiruna og voru veikir. Hún segir að gæludýraeigendur sem greindir eru með COVID-19 sjúkdóminn ættu að einangra sig að mestu frá dýrunum, það er að ef þeir eru með klínísk einkenni ættu þeir að fá aðra til að sjá um dýrin. Hún tekur það þó fram að bæði heilbrigðisyfirvöld mannfólks og dýra hafi ráðlagt fólki að hafi það engan annan að en dýrin ætti það að hafa dýrin hjá sér. Tilfelli COVID meðal gæludýra þeirra sem veikir væru væru svo fá að ólíklegt sé að dýrin veiktust sjálf. Þó tók hún fram að gætu gæludýraeigendur fengið aðra til að sinna dýrunum væri það ráðlagt. Þá sé lang mikilvægast að gæta almenns hreinlætis í kring um dýrin, þvo sér vel bæði áður en fólk snertir dýrin og eftir það sömuleiðis. Hún segir engan hafa komið til þeirra til að fá gæludýrin sín greind en þó hafi einhverjir spurt út í þann möguleika. Hún ítrekaði þó að ekki væri víst hvort dýrin gætu smitað út frá sér: „Við erum enn að læra á þessa veiru og við erum ennþá að læra á hvað hún getur skilið eftir sig. Á meðan svo er verðum við bara að vera varkár og gera ráð fyrir hinu ómögulega líka án þess að vera með einhver ofsafengin viðbrögð og einhverja ofsahræðslu. Það er engin ástæða til þess í þessu.“
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Belgía Gæludýr Tengdar fréttir Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35 Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00 Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Sjá meira
Margir einmana í vinnunni Fleiri karlmenn segjast einmana í vinnunni en konur og fólk yngri en fertugt upplifir einmanaleika í vinnunni hvað mest. Rýnt í niðurstöður rannsókna frá árinu 2019. 31. mars 2020 13:35
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31. mars 2020 13:00
Strætó dregur úr akstri á höfuðborgarsvæðinu Strætó mun draga tímabundið úr akstri á höfuðborgarsvæðinu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Breytingarnar munu taka gildi á morgun, þriðjudaginn 31. mars, en ekki liggur fyrir hvenær þjónusta Strætó falli í eðlilegt horf. 30. mars 2020 21:20
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent