Finnar herða reglur um samkomubann en Danir opna á að losað verði um þær eftir páska Atli Ísleifsson skrifar 31. mars 2020 06:38 Finnsk yfirvöld hafa lokað Nyland, landsvæði þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. EPA Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Stjórnvöld í Finnlandi hafa tilkynnt að gildistími reglna um samkomubann til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar verði framlengdur og reglurnar sömuleiðis hertar. Á sama tíma tilkynnti Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, að ekki sé útilokað að hægt verði að losa um reglur um samkomubann þar í landi eftir páska, haldi landsmenn áfram að standa sig í stykkinu. Framlengt til 31. maí Ríkisstjórn Finnlands greindi frá því í gær að reglur yfirvalda um samkomubann gildi nú til 13. maí, en var áður 13. apríl. Snúa þær reglur meðal annars um fjarkennslu í skólum, ef frá er talið fyrir yngstu aldurshópana og lokun landsvæðisins Nyland þar sem meðal annars er að finna höfuðborgina Helsinki. Þar að auki voru kynntar til sögunnar nýjar og hertari reglur sem snúa að því að allir veitingastaðir, kaffihús og barir eigi að vera með lokað til síðasta dags maímánaðar. Stöðva skuli alla ferjuumferð fyrir farþega til landsins og þá verði skilyrði hert enn frekar fyrir þá sem vilja fara yfir landamærin, milli Finnlands annars vegar og Noregs eða Svíþjóðar hins vegar. Greint var frá hertum aðgerðum á blaðamannafundi í gær þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna fjögurra voru viðstaddir. Þing landsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir aðgerðirnar, en fastlega er gert ráð fyrir að það verði gert þar sem flokkarnir eru með meirihluta. Mette Frederiksen er forsætisráðherra Danmerkur.EPA Aðgerðirnar virka Annað hljóð var í strokknum í Danmörku í gær þar sem forsætisráðherrann Mette Frederiksen ávarpaði þjóð sína. „Þær aðgerðir sem við höfum gripið til virka. Fyrsta merki þess er að frá þeim degi sem við lokuðum hafa smit á venjulegri inflúensu stöðvast.“ Frederiksen sagði að ef tölurnar haldast stöðugar geti ríkisstjórnin byrjað á því að opna samfélagið á ný eftir páska. Verði það gert „í skrefum, varlega og með yfirvegun“. Fari landsmenn ekki að þeim reglum sem settar hafa verið gæti þó þurft að herða reglurnar á ný. Alls hafa 2.577 kórónuveirusmit greinst í Danmörku og eru 77 dauðsföll rakin til hennar. Í Finnlandi eru skráð smit 1.355 og dauðsföllin þrettán.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Finnland Tengdar fréttir Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48
Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 27. mars 2020 11:30