Segir brottför Cristiano Ronaldo frá Man. Utd eiga þátt í sigri Íslands á Englandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2020 10:00 Cristiano Ronaldo mætti íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi sumarið 2016. Leik liðanna endaði með 1-1 jafntefli en Portúgalar fóru síðan alla leið og urðu Evrópumeistarar. Getty/Ian MacNicol Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Dennis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira
Sumarið 2009 seldi Manchester United ríkjandi besta knattspyrnumann heims þegar hann var aðeins 24 ára gamall og líklegur til að halda félaginu í hópi þeirra bestu í heimi næsta áratuginn. Hvað hefði hins vegar gerst ef Cristiano Ronaldo hefði ekki farið frá Manchester United sumarið 2009? Nú hafa menn leikið sér að því að taka saman fjórtán atriði sem hefði ekki gerst. The Irish Guy talaði um fjórtán mögulegar breytingar á fótboltaheiminum ef Cristiano Ronaldo hefði haldið áfram að spila með United liðinu. Auðvitað snúast mestu breytingarnar um gengi Manchester United sem hefði vissulega notið góðs af því að halda besta knattspyrnumanni heims í stað þess að missa hann suður til Spánar. Það er ekki síst gengi liðsins eftir að Sir Alex Ferguson hætti sem hefði breyst mest. Þetta var vissulega meira til gamans gert enda veit enginn hvað hefði í raun gerst. Það er samt athyglisvert að fara yfir listann og sjá hve mikil áhrif þessi ekki brottför Cristiano Ronaldo hefði þannig haft á erkifjendur Manchester United í Liverpool. Sjöundi hluturinn á þessum fjórtán hluta lista er líka með mjög stóra Íslandstengingu. Þetta hefði haft talsverð áhrif á stjóramálin hjá Liverpool því Rafael Benitez hefði haldið stöðu sinni lengur og Andre Villas-Boas endað seinna sem stjóri Liverpool með Louis van Gaal sem íþróttastjóra. Michael Owen hefði líka aldrei spilað fyrir Manchester United og væri fyrir vikið væntanlega orðinn vinsæll meðal stuðningsmanna Liverpool aftur. The Irish Guy sér líka fyrir sér að Manchester United hefði fengið Jürgen Klopp til að leysa af Sir Alex Ferguson og að Klopp og Ronaldo hefðu unnið marga titla saman á Old Trafford. Íslandstengingin snýr að landsliðsþjálfaranum Roy Hodgson sem hann telur að hafa aldrei getað orðið landsliðsþjálfari Englendinga án þess að fá að stýra Liverpool. Roy Hodgson hefði þar með ekki stýrt enska landsliðinu á móti því enska og ekki látið Harry Kane taka hornin eins og frægt var. Fyrir vikið er það mat The Irish Guy að íslenska landsliðið hefði aldrei unnið Wayne Rooney og félaga með betri landsliðsþjálfara. Við Íslendingar erum þó ekki sammála þessu enda var íslenska landsliðið til alls líklegt á þessum tíma. Allan listann má sjá hér fyrir neðan en í greininni hjá GiveMeSport er síðan farið nánar í öll atriðin. Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki Hér fyrir neðan má líka síðan sjá alla upptalninguna hjá The Irish Guy í myndbandinu hjá HITC Sport. watch on YouTube
Atriðin fjórtán í fótboltasögunni sem hefði endað öðruvísi: 1. Real Madrid hefði sótt Franck Ribery og haldið Arjen Robben 2. Michael Owen hefði endað hjá Hull og Antonio Valencia farið til Real Madrid 3. Manchester United hefði unnið ensku deildina 2010 og Meistaradeildina líka 4. Wesley Sneijder hefði komið á Old Trafford 5. Miklar breytingar hjá Chelsea sumarið eftir 6. Liverpool hefði unnið Evrópudeildina og haldið Rafael Benitez 7. Enska landsliðið hefði ekki tapað fyrir Íslandi á EM 2016 8. Newcastle liðið hefði fallið 9. Tottenham hefði keypt Andy Carroll og selt Harry Kane 10. Chelsea hefði unnuð 2010/11 titilinn en United hefði náð honum síðan aftur 11. Jose Mourinho hefði endað hjá Manchester City og eytt miklum peningi 12. Andre Villas-Boas og Louis van Gaal hefði unnið saman hjá Liverpool 13. Jürgen Klopp hefði tekið við af Ferguson á Old Trafford 14. Manchester United hefði unnið þrjá titla í röð og tvö Meistaradeildatitla að auki
EM 2020 í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra Fótbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Collina vill breyta vítaspyrnureglunni Fótbolti Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi Fótbolti „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Körfubolti Martin má ekki koma Keflavík til bjargar Körfubolti Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Enski boltinn Viktor Gísli um Barcelona: „Eins og staðan er núna er ekkert ákveðið“ Handbolti Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Dennis Law við Old Trafford Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“ Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum „Fólk má alveg dæma mig“ Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Stefán og félagar áfram í FA bikarnum eftir vítaspyrnukeppni Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjá meira