Vonir um hjarðónæmi óraunsæjar: Aðeins um 2 prósent allra hafa myndað mótefni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2020 23:09 Tedros Adhanom Ghebreyesus á blaðamannafundi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Genf. EPA/SALVATORE DI NOLFI Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Aðeins agnarsmár hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, virðist hafa myndað mótefni við Covid-19 samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Vonir um að hjarðónæmi myndist fyrir veirunni virðast því ekki raunsæjar eins og staðan er í dag. „Að létta á höftum markar ekki enda faraldursins í neinu landi,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, á blaðamannafundi í Genf í dag. „Svokölluð útgöngubönn gætu þó hjálpað til við að vinna á faraldrinum.“ Raðgreiningar hafa gefið til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast og myndað mótefni við veirunni. „Gögnin sem við búum yfir núna gefa til kynna að aðeins lítill hluti allra hafi smitast,“ sagði Tedros. „Ekki meira en 2%-3%.“ Maria Van Kerkhove, bandarískur smitsjúkdómasérfræðingur sem leiðir Covid-19 teymi WHO, sagði að talið hefði verið að fleiri hefðu smitast af sjúkdómnum en hún ítrekaði þó að enn væri of snemmt til að vita það með vissu. „Núna sjáum við lægra hlutfall fólks með mótefni en við bjuggumst við,“ sagði hún. Á föstudag var birt forprent úr niðurstöðum rannsóknar sem gerð var hjá Stanford háskóla í Santa Clara í Kaliforníu en þar kemur fram að 50-85 sinnum fleiri hafi smitast af veirunni en opinberar tölur sýna. Í Santa Clara héraði höfðu aðeins 1.094 tilfelli af veirunni verið staðfest þegar rannsóknin var gerð en skimun fyrir mótefninu gefur til kynna að á milli 48-81 þúsund manns hafi smitast af veirunni í byrjun apríl og lang flestir þeirra höfðu ekki sýnt nein einkenni. Þrátt fyrir þessar háu tölur hafa aðeins 3 prósent allra í héraðinu smitast og myndað mótefni við veirunni. Þá sýndi rannsókn sem framkvæmd var í Hollandi að af sjö þúsund einstaklingum sem tóku þátt í rannsókninni voru aðeins 3 prósent með mótefni við veirunni. Van Kerkhove sagði að skoða þyrfti nákvæmlega rannsóknirnar sem hafa verið framkvæmdar. „Nokkrar rannsóknir sem við höfum í sigtinu hafa verið birtar í forprenti en allar gefa þær til kynna að lítill hluti almennings [hafi myndað mótefni],“ sagði hún. Allar rannsóknirnar benda til lítils almenningssmits en mest er það þó í Frakklandi og Þýskalandi þar sem 14 prósent þátttakenda í rannsóknum hafa myndað mótefni. „Það er mjög mikilvægt að við skoðum hvernig rannsóknirnar voru framkvæmdar.“ Þar á meðal segir hún að skoða þurfi hvaða hópur fólks hafi tekið þátt í rannsóknunum. Hvort það hafi verið tilviljunarúrtak eða fólk sem hafði gefið blóð, sem eru alla jafna heilbrigðir fullorðnir einstaklingar. Þá þurfi einnig að skoða hvernig rannsóknirnar hafi verið framkvæmdar. „Við erum að vinna að þessu í samstarfi við nokkur lönd sem hafa framkvæmt svona rannsóknir,“ bætti hún við.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bandaríkin Tengdar fréttir Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10 Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48 Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Telur fórnarkostnað hjarðónæmis of háan „Við vitum hvað hjarðónæmi þýðir, við vitum hvað þarf að vera mikið ónæmi í samfélaginu til að stoppa þessa veiru af og ég held að það yrði gríðarlegur fórnarkostnaður ef við ætluðum að ná því tiltölulega hratt og það myndi ekki bara vera fórnarkostnaður hvað varðar þessa sýkingu. Það myndi vera fórnarkostnaður á aðra sjúklingahópa, heilbrigðiskerfið, allt saman.“ 19. apríl 2020 16:10
Prófessor í bóluefnafræðum segir bóluefni við kórónuveirunni geta verið tilbúið í september Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford háskóla, segir að bóluefni við kórónuveirunni sem veldur Covid-19 sjúkdómnum gæti verið tilbúið með haustinu. Gilbert leiðir rannsóknateymi sem vinnur nú að því að þróa bóluefni gegn veirunni, sem hefur nú smitað meira en 1,7 milljónir um heim allan. 11. apríl 2020 11:48
Árangursríkar aðgerðir geti minnkað hjarðónæmi þjóðarinnar Útbreiðsla kórónuveirunnar er talin lúta svokallaðri útbreiðslutölu Ro=2,5. 26. mars 2020 08:08