Vinnumálastofnun fær fjármagn til að ráða 35 starfsmenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 14:56 Vinnumálastofnun fær stuðning til að mæta auknu álagi. Vísir/Hanna Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu. Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Vinnumálstofnun fær allt að 100 milljóna króna viðbótarfjármagn til reksturs stofnunarinnar vegna aukinna verkefna í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú, sem er til komið vegna áhrifa kórónuveirunnar og meðfylgjandi aðgerða á íslenskt atvinnulíf. Rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli um næstu mánaðamót. Fyrrnefndri fjárveitingu er ætlað að standa straum af kostnaði við ráðningu 35 starfsmanna, að því er fram kemur á vef stjórnarráðsins. Þeir verða fengnir tímabundið til starfans, nánar tiltekið næsta hálfa árið. Þá á peningurinn jafnframt að nýtast til að efla ýmsa stoðþjónustu svo sem tölvuþjónustu og upplýsingagjöf um ýmsa tölfræði. Vinnumálastofnun varaði við því í morgun að tíma tæki að vinna úr öllum þeim umsóknum sem stofnuninni hafa borist. „Þess má geta að í heildina hafa borist um 33.800 umsóknir um atvinnuleysistryggingar samhliða minnkuðu starfshlutfalli síðan opnað var fyrir þær umsóknir þann 25. mars sl. Þá hafa um 2.200 nýjar umsóknir um hefðbundnar atvinnuleysistryggingar komið inn það sem af er apríl, sem er viðbót við þá u.þ.b. 14.200 einstaklinga sem þegar voru skráðir án atvinnu í lok mars 2020,“ sagði þannig í viðvörun Vinnumálastofnunar í morgun. Þessu hefur fylgt mikið álag á stofnunina að sögn Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Því sé nauðsynlegt að hans mati að efla stofnunina, til að mynda með fyrrnefndri fjárveitingu.
Kjaramál Vinnumarkaður Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Tengdar fréttir Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Mikill fjöldi umsókna hjá Vinnumálastofnun lengir afgreiðslutíma Aldrei hafa fleiri verið í þjónustu Vinnumálastofnunar en nú þegar rúmlega 50 þúsund einstaklingar munu fá greiddar atvinnuleysisbætur að fullu eða að hluta á móti skertu starfshlutfalli. 21. apríl 2020 12:11