Sameinuðu þjóðirnar óttast hungursneyð vegna faraldursins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. apríl 2020 19:10 David Beasley, yfirmaður Matvælaáæltunar Sameinuðu þjóðanna, óttast að hungursneyð gæti herjað á fjölda vanþróaðra ríkja vegna kórónuveirufaraldursins. EPA/SALVATORE DI NOLFI Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira
Heimurinn gæti séð fram á útbreidda hungursneyð vegna kórónuveirufaraldursins. Sameinuðu þjóðirnar vara við því að neyðin gæti orðið sú versta í manna minnum. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. David Beasley, yfirmaður Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, segir að grípa þurfi til stórtækra aðgerða til að koma í veg fyrir neyðarástand. Nýjustu tölur sýna fram á að fjöldi þeirra sem þjáist af hungri gæti aukist úr 135 milljónum í meira en 250 milljónir manna. Þeir sem eru í mestri hættu eru íbúar tíu landa sem eru stríðshrjáð, eru í efnahagskreppu eða finna hvað mest fyrir loftslagsbreytingum. Þau lönd sem talin eru í mestri hættu eru Jemen, Austur-Kongó, Afganistan, Venesúela, Eþíópía, Suður Súdan, Súdan, Sýrland, Nígería og Haítí. Í mörgum þessum löndum ríkir þegar hungursneyð, þar á meðal í Suður Súdan, þar sem 61% þjóðarinnar varð fyrir áhrifum matvælaskorts árið 2019. Þá var þegar gert ráð fyrir að mörg ríki í Austur Afríku og Suður Asíu myndu finna fyrir matvælaskorti vegna mikilla þurrka og versta engisprettufaraldurs síðari tíma. Beasley sagði á fundi með öryggisráði Sameinuðu þjóðanna að ríki heimsins þyrftu að bregðast við hratt og örugglega. „Við gætum séð fram á mörg tilfelli alvarlegra hungursneyða á næstu mánuðum,“ sagði hann. „Sannleikurinn er sá að tíminn vinnur ekki með okkur.“ Þá bætti hann við: „Ég trúi því að ef við notum þekkingu okkar og úrræði þá getum við sameinað krafta okkar til að tryggja að Covid-19 faraldurinn verði ekki bæði mannlegt og matvælalegt neyðarástand.“ Arif Husain, einn helsti hagfræðingur Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna, sagði að efnahagsáhrif faraldursins myndu leika milljónir grátt sem þegar „hanga á bláþræði.“ „Þetta er högg fyrir milljónir til viðbótar sem geta aðeins borðað ef þeir fá laun,“ sagði hann í yfirlýsingu. Hann kallaði einnig eftir því að eitthvað yrði gert til að koma í veg fyrir að fólk sem þegar er fjárhagslega óstöðugt yrði úti.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fleiri fréttir Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Sjá meira