Segir að það sé ekki slæmt fyrir landsliðið að leikmenn séu að koma heim og spila Anton Ingi Leifsson skrifar 22. apríl 2020 08:00 Stefán Arnarson, þjálfari Fram. VÍSIR/BÁRa Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira
Stefán Arnarson þjálfari deildarmeistara Fram í Olís-deild kvenna segir að það sé ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta að sterkir leikmenn séu að snúa heim úr atvinnumennsku og spila hér heima. Birna Berg Haraldsdóttir ákvað á dögunum að snúa aftur heim og samdi við ÍBV en háværar raddir hafa verið um að fleiri leikmenn muni snúa heim. Nokkrir komu heim á síðasta tímabili og eru ansi margir leikmenn íslenska landsliðsins nú að spila hér á Íslandi. Henry Birgir Gunnarsson velti upp þeirri spurningu í Seinni bylgjunni sem fór fram á mánudagskvöldið hvort að þetta væri ekki slæmt fyrir íslenska kvennalandsliðið en hinn margfaldi meistari Stefán var ósammála: „Ég er ósammála þér. Vegna þess að þegar 2011 þegar A-landslið kvenna nær sínum besta árangri þá vinnum við Svartfjallaland og Þýskaland. Þá var tveir þriðju af liðinu að spila hér heima. Þá var Valur og Fram að mætast í úrslitum og það voru hörkueinvígi,“ sagði Stefán og hélt áfram: „Ég held að það sé gott fyrir leikmenn að fara út en þú þarft að passa þig á hvaða umhverfi þú ferð í, hvaða þjálfara og hvort þú færð að spila. Það er ekkert slæmt að vera hérna heima. Hér eru mörg lið með góða þjálfara og deildin er að styrkjast. Mér finnst þessi bestu lið okkar vera nokkuð góð.“ Ágúst Jóhannsson sem var einnig í settinu skildi afstöðu kollega síns og sagði að umhverfið skipti öllu máli. „Þetta er gott sjónarmið hjá Stebba. Ég hef alltaf sagt að við eigum að fá sem flesta leikmenn út og spila í sterkum deildum en auðvitað er þetta þannig að þú mátt ekki fara eitthvert bara. Það á alveg eins við karlamegin. Þetta snýst um umhverfið og að þær séu í hlutverkum. Við getum tekið Rut, Karen, Örnu Sif, Þórey Rósu sem hafa verið að spila á hæsta „leveli“ út í heimi og hafa skilað frábæru hlutverki fyrir landsliðin okkar. Svo eru fullt af leikmönnum sem hafa ekki farið út og spilað bara hérna heima en samt skilað frábæru verki fyrir landsliðið. Þetta snýst um umgjörðina og það er í góðum málum hjá mörgum félögum.“ Klippa: Seinni bylgjan - Stefán um landsliðið Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Bein útsending: Stemmningin hjá Sérsveitinni í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Sjá meira