Banna notkun orðsins „kórónuveira“ í Túrkmenistan Samúel Karl Ólason skrifar 1. apríl 2020 11:10 Gurbanguly Berdymukhamedov, einræðisráðherra Túrkmenistan. Getty/Mikhail Svetlov Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum. Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Yfirvöld mið-Asíuríkisins einangraða, Túrkmenistan, hafa bannað notkun orðsins kórónuveira. Á sama tíma og einræðisstjórn landsins segir að enginn íbúi Túrkmenistan hafi smitast af veirunni gætu íbúar verið fangelsaðir fyrir að nefna hana eða ganga með andlitsgrímu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) og vitna samtökin í Turkmenistan Chronicle, sem ku vera einn mjög fárra sjálfstæðra miðla í einræðisríkinu. Gurbanguly Berdymukhamedov, hinn skrautlegi einræðisherra Túrkmenistan, hefur látið fjarlægja orðið úr bæklingum sem búið var að dreifa víða um landið. Óeinkennisklæddir lögregluþjónar eru einnig sagðir hafa verið sendir út meðal fólks til að handataka íbúa sem bera andlitsgrímur eða tala um veiruna. Túrkmenistan deilir löngum landamærum með Íran, sem er meðal þeirra ríkja sem hafa orðið verst út í heimsfaraldri kórónuveirunnar. Jeanne Cavelier, framkvæmdastýra RSF, segir þessa afneitun upplýsinga ógna lífi almennings í Túrkmenistan og hvetur hún alþjóðasamfélagið til að bregðast við og refsa einræðisherranum. Túrkmenistan er talið eitt einangraðasta ríki heims og lendir iðulega neðst á listum sem snúa að frelsi fjölmiðla og íbúa. Eins og til dæmis á lista RSF yfir frelsi fjölmiðla. Hér að neðan má sjá kostulega umfjöllun John Oliver um Berdymukhamedov frá því í fyrra þegar hann gerði stólpagrín að einræðisherranum. Meðal annars fyrir undarlegt dálæti hans á hestum, rappi og heimsmetum.
Túrkmenistan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira